Túnfisksalat með chilí og döðlum
Túnfisksalat með chilí og döðlum
Túnfisksalat með chilí og döðlum

Innihaldslýsing

1 dós túnfiskur í olíu
1-2 harðsoðin egg, skorið í litla bita
1/4 agúrka, smátt skorin
1/4 - 1/2 rautt chilí, kjarnhreinsað og saxað smátt
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
1/4 grænt epli, skorið í litla bita
3 msk majones, t.d. frá E. Finnsson
4 msk 10% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólku
1 hvítlauksrif, pressað
4-6 döðlur, smátt saxaðar
1 msk chilí majónes, t.d. frá E. Finnsson
salt
Sumum finnst einnig gott að setja paprikukrydd og cayennepipar. Ykkar er valið og um að gera að prufa sig áfram.

Leiðbeiningar

1.Blandið öllu saman og smakkið til með chilí mayo og döðlum.
2.Geymið í kæli í smá stund áður en það er borið fram.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.