Innihaldslýsing

1 hnetusteik frá Móðir náttúru
4 msk smjör
4 hvítlauksrif, söxuð
250 g ferskt spínat
1 1 /2 tsk salt
1 1/2 tsk pipar
80 g brauðrasp
200 g rjómaostur
60 g parmesanostur, rifinn
4 msk ferskt dill, saxað
1 smjördeig
1 egg eða vatn til penslunar
Fyrir 2-3

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör á pönnu og steikið lauk og hvítlauk.
2.Setjið spínat, salt og pipar saman við og steikið þar til spínatið er orðið mjúkt.
3.Bætið brauðmylsnum, rjómaosti og parmesan saman við og blandið öllu vel saman.
4.Rúllið út smjördeiginu og leggið hnetusteikina í miðjuna á smjördeiginu.
5.Setjið fyllinguna yfir hnetusteikina og leggið smjördeigið yfir og lokið síðan endunum.
6.Penslið með eggi eða vatni og skerið grunnar línur í deigið.
7.Eldið í 200°c heitum ofni í 30 mínútur eða þar til smjördeigið hefur fengið gylltan lit.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Móðir náttúru

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.