Súkkulaðibitasmákökur sem ná að sameina það að vera bæði hollar og bragðgóðar og þær tekur enga stund að gera en smákökurnar innihalda meðal annars möndumjöl, kókosolíu og dökkt súkkulaði. Við mælum með að þið prufið þessa dásemd og gefið endilega ykkar álit. Hollar súkkulaðibitakökur 150 g möndluhveiti, t.d. Almond flour frá NOW ¼ tsk sjávarsalt...
Tag: <span>bakstur</span>
Kanilsnúðamánar
Þessa dásemd gerði ég þegar rigningin og rokið var upp á sitt besta og ég þurfti sárlega á smá “comfort-food” að halda. Þá skellti ég í þessa og viti menn það svínvirkaði og fljótlega stytti upp. Þessir snúðar eru skemmtilegir, öðruvísi, dásamlegir og bragðgóðir. Það er svo algjört smekksatriði hversu mikið af kanilsykri þið stráið...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Snickers smákökur
Eru þið tilbúin í einar rosalegustu smákökur sem þið hafið bragðað? Þessar slá öllum öðrum út með karmellu, súkkulaði og hnetukurli og gætu hreinlega ekki verið einfaldari. Njótið vel! Snickers smákökur 100 g snickers, saxað 150 g súkkulaði, saxað (gott að nota suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði til helminga) 150 g púðursykur 80 g...
Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð
Allra bestu smákökur sem ég og börnin mín hafa bakað. Fékk þær hjá góðri vinkonu fyrir löngu síðan og hélt ég yrði ekki eldri, svo góðar voru þær. En í dag var komið að því að skella í þessa dásemd og ekki ollu þær vonbrigðum. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að...
Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði
Það var gaman að finna fyrir góðum viðbrögðum ykkar við uppskriftinni með sætunni frá Via Health, þar sem við gerðum sykurlausa eplaköku með pekanhnetukurli. Það er því ekki úr vegi að endurtaka leikinn og að þessu sinni prufuðum við okkur áfram með sykurlausa karmellu með möndlum og dökku súkkulaði…mæ ó mæ – hún sló gjörsamlega...
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;). Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og...
Pítsabrauð með bræddum mozzarellaosti
Pítsu kunna flestir að meta og hér sameinast gott brauð og pítsa í eitt. Þú velur þitt uppáhalds álegg, lætur ost í miðju brauðsins og niðurstaðan er þetta flotta og nammigóða pítsabrauð sem er víst til að vekja lukku. Pítsabrauð 2 tsk þurrger 360 ml volgt vatn 500 g hveiti 2 tsk sjávarsalt 1 1/2...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi
Hvort sem um er að ræða köku með kaffinu eða í veisluna að þá standa marengstertur standa ávallt fyrir sínu. Þegar þú sameinar svo marengs með rjóma og malteserssúkkulaði að þá ertu komin með þennan sigurvegara sem vekur lukku hvert sem hún fer. Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi Marengs 300 g flórsykur 150 g Maltesers 5...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...
Daim og karmellu smákökur
Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni. Daim og karmellusmákökur 230 g mjúkt smjör 170 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 2 dl karamellusósa 200 g Daim-kúlur 100 g haframjöl 1 msk matarsódi 220 g hveiti 2 tsk vanilludropar Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman....
Sörur Sörusystra
Það er fátt betra og jólalegra en dásamlega bragðgóðar og fallegar Sörur. Þeir sem hafa gert Sörur hafa hinsvegar eflaust lent í því að þær takast ekki sem skyldi þannig að í stað þess að eiga ánægjulega baksturstund, jafnvel í góðum félagsskap, að þá breytist þetta í streituvaldandi viðburð og mögulega Sörur sem varla eru...
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...