Nýbakaða brauðbollur – já það er eitthvað alveg dásamlegt við að gæða sér á þeim og sérstaklega þegar það er kalt úti. Ég læt alltaf vel af smjöri og osti og læt það bráðna örlítið á volgri bollunni áður en ég tek fyrsta bitann. Ekki er verra að hafa heitt kakó með. Þessar bollur eru...
Tag: <span>bollur</span>
Bragðgóðar bolluuppskriftir
Fyrir minn uppáhalds dag, bolludaginn, gaf Nói Síríus út bækling sem var unninn í samvinnu við GulurRauðurGrænn&salt. Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni og leika með ýmsar útgáfur af gúrmei bollum. Við lögðum að þessu sinni áherslu á girnilegar fyllingar en í bæklinginum má hinsvegar finna tvær skotheldar uppskriftir...
Tælenskar fiskibollur “Tod Man Pla” með dásemdar chilí sósu
Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...
Hinar fullkomnu brauðbollur
Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið...
Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm. Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi 10-12 stk. 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við...
Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma
Í ár er fyrsti bolludagurinn eftir að uppgötvaðist að ég væri með eggjaofnæmi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi vatnsdeigsbolla og vorkenndi mér því svakalega að geta ekki lengur fengið svoleiðis. Ég hafði séð einhverjar gerdeigsbollu uppskriftir án eggja en í minningu minni voru gerdeigsbollur þurrar og óspennandi – hálfpartinn eins og brauðbollur með rjóma...
Hollar haframjölsbollur
Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Kotasælubollurnar vinsælu
Uppskriftin af þessum mjúku og bragðgóðu brauðbollum er svosem engin nýjung, þær hafa verið vinsælar í mörg ár og alltaf slegið í gegn. Það er því löngu orðið tímabært að þá fái sitt pláss hér á GulurRauðurGrænn&salt svo þið sem hafið ekki enn notið þeirra getið hér með gert það. Kotasælubollur 550 g hveiti...
Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum
Það er alltaf einhver óútskýranlegur sjarmi í því að gæða sér á nýbökuðum skonsum og ekki er verra ef að uppskriftin er einföld og fljótleg eins og þessi hér. Á aðeins 30 mínútum eru þið búin að blanda, hnoða, baka og mögulega byrjuð að gæða ykkur á þessum himnesku skonsum – ekki slæmt það. Í...
Bestu morgunverðarbollurnar
Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan...
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...
Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr
Bolludagur er dagur í miklu uppáhaldi hjá mér og engu minna en þegar en ég var barn. Hér er uppskrift að þessari klassísku góðu með súkkulaðiglassúr sem ætti ekki að klikka. Berið fram með góðri sultu og rjóma, nú eða vanilluís..þar er líka algjört gúmmelaði. Skotheldar vatnsdeigsbollur 100gr smjörlíki 2 dl vatn 2 dl hveiti...
Ólífubollur með pestó og parmesan
Þessar brauðbollur hef ég bakað í nokkur ár og haft gaman af, sérstaklega þar sem þær eru svo dásamlega einfaldar í gerð og þrusuhollar. Það er gaman að bjóða upp á þær með góðum mat eins og súpum nú eða borða þær bara í kaffinu. Ólífubollur með pestó og parmesan 5 dl spelthveiti 2 tsk vínsteinslyftiduft...
Nýbakað brauð á 30 mínútum
Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk
Nei nú skulu þið halda ykkur..þessar eru roooooosalegar. Ég er að reyna að finna það út hvernig ég get lýst þeim nógsamlega þannig að þið skellið ykkur inn í eldhús og búið þessar ótrúlegu beyglubombur til. En ég get það ekki því orð eru einfaldlega lítilvæg í þessu samhengi. Treystið mér bara, fyrsti bitinn segir...
- 1
- 2