Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Ofnbökuð eggjakaka með parmaskinku
Eggjakökur er einfaldar í framkvæmd, frábær næring og ljúffengar á bragðið. Í þessari uppskrift er eggjakakan ofnbökuð sem kemur í veg fyrir að botninn brenni við og er alveg sérstaklega bragðgóð. Frábær sem góður hádegismatur eða léttur kvöldmatur! Hér er hægt að leika sér með þau hráefni sem til eru í ískápnum hverju sinni. Nota...
Kjúklingapíta með rósapipar
Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt Pítur eru einfaldur matur og getur auðveldlega verið holl og góð næring. Þær henta frábærlega í miðri viku þegar maður er oftar en ekki í tímaþröng. Þessi píta er hinsvegar ekki hefðbundin, heldur er hún létt og frískandi og alveg dásamleg á bragðið. Ef þið eigið...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Glóandi
Í dag er bleiki dagurinn. Bleikur er í hverjum októbermánuði tileinkaður konum með brjóstakrabbamein. Mig langar að senda öllum þeim sem berjast við krabbamein hlýjar hugsanir. Ég vona að þið séuð umvafin góðu fólki og að þið munið að lokum hafa betur. Ég reyni að þakka fyrir góða heilsu, hvern dag og hverja stund, en...
Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki...
B.L.T. með twisti
Bíddu B.L.T. má þetta??? Óóóóóó já þetta má ekki aðeins.. þetta Á! Við þekkjum hana öll og mörg okkar hafa eflaust pantað hana á veitingahúsi á góðum degi. En færri hafa gert B.L.T. heima hjá sér og eftir að þið hafið prufað það er hreinlega ekki aftur snúið. Nafnið B.L.T stendur fyrir bacon, lettuce og...
Fljótleg panna cotta
Panna Cotta er einn af þessum eftirréttum sem virðist alltaf hitta í mark og í algjöru uppáhaldi. Frosinn vanillubúðingur með hindberjasósu heillar alla sem á vegi hans verða. Tilvalinn í fínt matarboð eða yfir hátíðirnar og svo dásamlega einfaldur. Prufið og njótið! Panna cotta með hindberjasósu (ca. 10 stk) 4 dl rjómi 2 1/2 dl kaffirjómi...
Möndlu & trönuberjastykki
Litrík & ljúffeng orkustykki Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn. Hráefni 1 bolli möndlur (1 bolli ca 230...