Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra! Eplakaka með heitri vanillusósu 120 g smjör, mjúkt 200 g sykur 2 egg 2 tsk vanilludropar 250 g hveiti 2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 tsk...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Ítölsk tortellini tómatsúpa
Ef það er einhver tímann rétti tíminn fyrir heita súpu að þá myndi ég halda að það væri núna en þegar þessi færsla er skrifuð er úti hin klassíska blanda af rigningu og roki. Ég rakst á þessa ítölsku tortellinisúpu á Food.com og leist svo vel á að ég ákvað að prufa. Hér er á...
Súkkulaðikaka á einni mínútu
Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast. Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu...
“Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu
Enn eitt átakið í því að borða fisk oftar er hafið. Í raun skil ég ekki af hverju fiskur er ekki á borðum hjá okkur 4-5 sinnum í viku í einhverri mynd, svo góður er hann…þar að segja sé uppskriftin góð. Þessi uppskrift sem ég gef ykkur hér er ótrúleg og fékk fullt stig húsa...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;). Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og...
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu
Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...
Kúlugott
Nýlega kom út fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – en hún inniheldur uppskriftir að fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum sem hentar bæði virka daga og um helgar og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem elska að borða góðan mat en hafa ekki mikinn tíma til að standa í eldhúsinu. Í bókinni er mikið...
Daim og karmellu smákökur
Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni. Daim og karmellusmákökur 230 g mjúkt smjör 170 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 2 dl karamellusósa 200 g Daim-kúlur 100 g haframjöl 1 msk matarsódi 220 g hveiti 2 tsk vanilludropar Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman....
Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu
Ummmm! Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en...
Brokkolísalatið sem beðið er eftir
Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og...
Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur...
Taco pítsa
Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð. Taco pizza...