Á heimilinu óma jólalögin, kveikt er á kertum og ilmurinn sem kemur úr ofninum er himneskur. Heimamenn vita að það er von á góðu því uppáhalds bananabrauð drengjanna minna er í ofninum. Það tók töluverðan tíma að finna bananabrauðið sem þeir gáfu fullt hús stiga en það hófst með þessu dásamlega bananabrauði. Þrátt fyrir að...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu
Grískur, fallegur, litríkur og ljúffengur er óhætt að nota sem lýsingu á þessum rétti sem tilvalið er að elda um helgina. Kjúklingabringur fylltar á grískan máta er ofureinfalt að gera og lætur viðstadda stynja af ánægju. Ekki skemmir svo fyrir að þessi skemmtilegi kjúklingaréttur er einnig meinhollur. Njótið vel! Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu 1 krukka...
Pizza bianca með heimagerðri hvítlauksolíu, klettasalati og parmaskinku
Gestabloggarinn að þessu sinni er hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti matarblogginu Læknirinn í eldhúsinu en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Læknirinn í eldhúsinu og inniheldur nýjar og freistandi uppskriftir. Alls 500 blaðsíður af nautn og rjóma. Kjöti og safa. Sósum og unaði. Kryddum og kitlandi sælu. Ostum, lundum, hvítlauk...
Crostata með bláberjum
Crostata kemur upprunarlega frá Ítalíu og er baka eða deig sem er fyllt með ýmsu góðgæti. Hér er fyllingin með bláberjum og rjómaosti en bláberjunum en má auðveldlega skipta út fyrir önnur ber eða ávexti. Þessi er bæði einföld og fljótleg í gerð og hreinn unaður að borða með vanilluís og/eða rjóma. Borðbúnaður Indiska...
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Nýbakað brauð á 30 mínútum
Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Ostafyllt eggaldin
Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi. Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt...
Piccata kjúklingur
Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að...
Ísréttur með hindberjum og karmellusósu
Ég hef sagt það áður og segi það aftur ég ELSKA rétti sem maður getur galdrað fram á núll einni og bragðast dásamlega. Hér er einn slíkur….já og enn eitt uppáhaldið. Það má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt. Frábær ísréttur í matarboðið eða kósýkvöld fjölskyldunnar. Ísréttur með hindberjum og karmellusósu 1...
Smoothie með mangó og kókosmjólk
Mér þykir fátt betra en að byrja daginn á góðum smoothie drykk. Það er einfaldur morgunverður, léttur í maga og eitthvað svo þægilegt við það að drekka ávexti og grænmeti. Í þessari uppskrift höfum við þrjú af mínum uppáhalds hráefnum en það eru mangó, kókosmjólk og mynta. Drykkurinn minnir óneitanlega á Mangó Lassa sem er...
Uppáhalds afmæliskakan
Þegar afmæli er í vændum er það þessi kaka sem er bökuð á mínu heimili. Hún er dásamlega mjúk og bragðgóð og svo einföld að það er leikur einn að skella í hana. Hver veit hvað verður en hingað til hefur engin komin í stað þessarar að mínu mati og hún fær því fullt hús...
Amerískar jógúrtpönnukökur með bláberjafyllingu
Amerískar jógúrtpönnukökur með bláberjafyllingu 150 g hveiti 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/4 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 2 msk smjör 180 ml mjólk 120 g hrein jógúrt 1 egg 100 g bláber, fersk Blandið saman í skál hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti og blandið vel saman. Bætið bláberjunum varlega út í. Brærið...
Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk...
Næstum því Snickers
Þessir nammibitar eru af hollari gerðinni og komast ansi nálægt því að vera eins og Snickers á bragðið. Þeir eru einfaldir í gerð með hollu nougat-, karmellu- og salthnetufyllingu og þetta er að lokum toppað með þunnu lagi af dökku súkkulaði. Hreint út sagt dásamlegir! Nammi namm! Næstum því Snickers ca. 16 bitar Nougat 185...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Morgunmúslí sem sló í gegn!
Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá....
Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
Við byrjum nýja viku á uppskrift af dásamlegum fiskrétti með ítölskum blæ. Tómatar, hvítlaukur og fersk basilíka ásamt bræddum mozzarella gera þennan einfalda fiskrétt hreint ótrúlega bragðgóðan. Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu fyrir 4 7-800 g hvítur fiskur safi úr 1/2 sítrónu ólífuolía salt og pipar 1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 lúka...
Smákökur með súkkulaði og hnetusmjöri
Ég ætlaði að gera eitthvað hollt en það var svo mikil rigning að ég hætti við og gerði þessar súkkulaðibitasmákökur í staðinn….hlutirnir verða ekki rökréttari! Þetta var ást við fyrsta bita enda ólýsanlega bragðgóðar. Stökkar en um leið mjúkar, með mildu hnetusmjörbragði sem blandast ljúflega við súkkulaðidropana og salthnetubitana. Það besta er að það tekur...