Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Dukkah lax
Þegar kemur að því að elda á virkum dögum eru það nokkur atriði sem ég legg mesta áherslu á. Það er að maturinn sér fljótlegur, hollur, bragðgóður og innihaldi fá hráefni. Þessi frábæri lax með dukkah smellpassar í þann flokk en hann tekur ótrúlega stuttan tíma að útbúa. Ég birti nýlega uppskrift að frábæru dukkah...
Baby Ruth bomba
Fyrir nokkrum árum þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð í vinnunni minni mætti einn starfsmaðurinn með þessa himnesku köku. Það er skemmst frá því að segja að síðan þá hefur þessi starfsmaðurinn verið í sérstöku uppáhaldi og kakan einnig enda fáar kökur sem ná að skáka þessari. Einföld í gerð og frábær í munni. Baby Ruth...
Heimagerð Dukkah
Dukkah er egypsk kryddblanda sem saman stendur af hnetum, kryddum og fræjum. Algengast er að hún sé borin fram með brauði sem fyrst er dýft í olíu og síðan í kryddblönduna sem festist þá við brauðið. En möguleikarnir eru margir og einnig er hægt er að nota dukkah á kjöt, fisk, grænmeti o.s.frv. Dukkah færir...
“Man burger”
Þetta er fyrir ykkur karlmennina þarna úti sem hafið sætt ykkur við grænmetisrétti, hrákökur, boozt og rauðrófudrykki þegjandi og hljóðalaust meðan ykkur dreymir um eitthvað aðeins meira djúsí. Það er skemmtilegt að gera sinn eigin hamborgara og sérstaklega skemmtilegt þegar að útkoman er svona góð. Lykillinn að þessari dásemd felur það í sér að láta...
Kjúklingur í basil rjómasósu
Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í...
Suðrænn og sólríkur kjúklingaborgari
Nú þegar sólin skín og það er virkilega orðið raunhæft að leyfa sér að hlakka til sumarsins er ekki úr vegi að koma með uppskrift að þessum ljúffengu kjúklingaborgurum. Þeir eru súperhollir enda stútfullir af grænmeti og öðru gúmmelaði. Grillaðir í ofni og bornir fram með grænmeti, sýrðum rjóma og jalapenos eru þið komin með...
Ofnbakaður brie með mango chutney
Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira? Ofnbakaður brie með mangó chutney 1 stk brie...
Þorskur í pestómauki
Í augnablikinu er það þessi fiskréttur sem er í miklu uppáhaldi. Hann er einfaldur og fljótlegur í gerð en bragðið er hreint út sagt frábært. Uppskriftin kemur úr Gestgjafanum en er hér þó með örlítið breyttu sniði. Með þessum rétti er tilvalið að hafa parmesan sætkartöflumús og steikt grænmeti. Fiskur í pestómauki 800 g þorskur...
Kjúklinga enchiladas
Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Ceviche lúða
Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar. Chevise lúða 800 g smálúða (eða...
Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín
Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar. Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda...
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Snjókornakonfekt
Hér kemur eitt einstaklega fallegt og jólalegt nammi, konfektnammi með sykurpúðum, trönuberjum og hvítu súkkulaði. Það verður varla mikið amerískara en þetta! Ef þið finnið sykurpúða í bleikum lit er flott að blanda því saman við hvíta. Macademia hnetur fást léttsaltaðar í sumum matvöruverslunum og vel hægt að nota þær. Snjókornakonfekt 250 gr sykurpúðar (marsmellows),skornir...