Þetta er svona “guilty pleasure” réttur sem smellpassar með góðu rauðvínsglasi. Bráðinn mozzarella, sólþurrkaðir tómatar, valhnetur og það sem setur punktin yfir i-ið góð salami. Prufið þennan! Algjört gúrm! Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum Fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry hunangs grillolía, t.d. frá Caj P. hvítlauksduftsalt og pipar...
Tag: <span>mozzarella</span>
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni
Við tökum okkur smá ferðalag til Ítalíu því hér er á ferðinni dásamlegur kjúklingarréttur með parmesanhjúpi, mozzarellaosti og basilíku sem er einfaldur í gerð og hreinlega bráðnar í munni viðstaddra. Ítalskur marinara kjúklingaréttur Tómatmauk 4 msk ólífuolía 4 skarlottulaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 dós hakkaðir tómatar 2 tsk oregano ¼ tsk piparflögur ½...
Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum
Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann....
Ofnbakaðar ostastangir
Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!...
Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati
Föstudagskvöld eru alltaf æðisleg! Vikan að klárast og tími til að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum, sofa út (svona eins langt og það nær), sundferðir, bakstur og almenn huggulegheit. Á föstudagskvöldum er nennan til að vera lengi í eldhúsinu hinsvegar lítil, en þá langar okkur samt í eitthvað voðalega gott. Þessi réttur smellpassar...
Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk
Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna! Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem...
Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki...