Ef ykkur vantar uppskrift af einfaldri, fljótlegri og virkilega bragðgóðri súpu mæli ég með því að þið prufið þessa. Uppfull af góðri næringu…svona matur sem er góður fyrir sálina. Njótið vel! Tælensk naglasúpa Fyrir 4 Styrkt færsla 3 msk extra virgin ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Philippo Berio 600 g kjúklingalæri, t.d. frá...
Tag: <span>thai</span>
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!
Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Ótrúlegur kjúklingaréttur á núll einni
Jæja þá er óhætt að segja að haustið sé mætt til okkar. Það er farið að dimma, kólna örlítið og af og til lætur rigningin í sér heyra. Eftir þetta yndislega sumar getur maður samt ekki annað en þakkað fyrir það sem við þó fengum og nú er bara að setja sig í annan gír og...
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Nautasalat með sweet chillí-lime sósu
Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er...
Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil
Himnasending á dögum þar sem eldamennskunennan er í lágmarki en þörfin fyrir eitthvað himneskt og hollt er í hámarki. Þetta er rétturinn!!!! Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil 1 kg kjúklingabringur, skornar í litla bita 3-4 hvítlauksrif, söxuð 1 rautt chili, saxað smátt (fræhreinsað ef þið viljið hafa réttinn mildan=barnvænan) 2 msk rautt karrýmauk,...
Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu
Ef þú ert að leita af einföldum rétti, sem er hollur, góður og hentar fullkomlega til bera fram á virkum degi að þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hér er á ferðinni dásamlegur grænmetisréttur með kókoskarrýsósu Uppskriftina fékk ég af vef Cookie and Kate en hún heldur úti uppskriftarsíðu með ferskum grænmetisréttum sem eru hver...
Draumaréttur á aðeins 15 mínútur
Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Grillaður thai kjúklingur
Ég hef löngum verið þekkt fyrir áhuga minn á tælenskri matargerð. Hann þykir mér bæði einfaldur í gerð en um leið oft á tíðum meinhollur. Einhvernveginn hafði ég þó ekki tengt þessa matargerð grilltíðinni, en hér verður breyting á því. Hér er kjúklingurinn látinn marinerast í kryddjurtum, hvítlauki og sósum frá deSiam sem býður upp á...
Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu
Frábær uppskrift af stökku Thai nautakjöti í mildri chilísósu með grænmeti. Svona uppskrift sem fær mann til að fá sér meira og meira og meira og ætti að vekja lukku hjá öllum aldurshópum. Þessi uppskrift er ekki sterk, en sumir eru mjög viðkvæmir fyrir chilí og þá má að sjálfsögðu sleppa því. Hér er á...
Heimsins besti grænmetisborgari
Í leit minni að himneskum og hollum grænmetisborgara rakst ég meðal annars á þessa girnilegu Thai sætkartöfluborgara með hnetusmjörsósu á blogginu hennar Oh she glows. Þar sem ég elska allt tælenskt, sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hnetusmjör er að mínu mati út úr þessum heimi gott, þá var ég nokkuð viss um...
Stir fry nautakjöt í chilísósu
Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Kung pao kjúklingur
Hér er á ferðinni bragðmikill kjúklingur sem á rætur sínar að rekja til Kína. Snilldin við þennan rétt er að hægt er að leika sér með hráefnin að vild og nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum. Endilega smakkið sósuna vel til og bætið chillí maukinu saman smátt og smátt þannig að styrkleiki sósunnar...
Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk...