Kjötbollur eru alltaf jafn dásamlegar og þær höfum við gert í ýmsum útgáfum sem allar virðast vekja jafn mikla lukku og þær vinsælustu á GulurRauðurGrænn&salt eru einföldu ítölsku kjötbollurnar syndsamlega góðu kjötbollurnar í kókos – karrýsósu og svo þessar klassísku kjötbollur í brúnsósu. Nú er kominn tími á enn eina dásemdin en hér kynnum við til leiks...
Tag: <span>uppskrift</span>
Hin sívinsæla saumaklúbbskaka
Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið...
Besta eplakakan
Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Mæli með því að þið gerið...
Heimagerðar og hollar súkkulaðirúsínur
Hver kannast ekki við að hafa óstjórnlega þörf fyrir súkkulaðirúsínur…jafnvel á hverjum degi eða oft á dag. Guilty as charge segi ég nú bara og gladdist því ekki lítið þegar ég uppgötvaði þessa uppskrift að heimagerðum rúsínum. Hér má leika sér með súkkulaði að eigin vali en fyrri hollari gerðina mæli ég með 50-70% súkkulaði....
Cous cous salat í öllum regnbogans litum
Dásamlegt cous cous með kjúklingabaunum sem er sérlega holl og gott. Tilvalið sem nesti í skólann/vinnuna, staðgóður kvöldmatur eða meðlæti með öðrum mat eins og t.d. kjúklingi eða fiskrétti eins og t.d. dásamlegu mangó chutney bleikjunni. Litríkt og fallegt Cous cous salat með kjúklingabaunum 1 bolli cous cous * 3/4 bolli vatn 1-2 msk...
Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó! Eftir þetta dásamlega sumar er berjauppskeran í hámarki og falleg og safarík ber finnast víða. Hvort sem á að nýta berin í sultur, eftirrétti, kökur eða hristinga þá hvetjum við ykkur til að skella ykkur út í náttúruna í berjatínslu. Fyrir fólk sem veit ekki hvar það á að...
Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr
Þessar hindberjasnittur færa mig aftur um nokkur ár. Til tíima þegar hraðinn var minni, ömmur sátu og prjónuðu, sólin skein allt sumarið og þegar varla var hægt að opna hurðina fyrir snjó á veturnar…..ahhh þú ljúfa nostalgía. En nóg um það, kökurnar eru jafn góðar og mig minnti ef ekki bara betri. Stökkar með hindberjamarmelaði...
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Heilsubrauð með döðlum og fræjum
Yndislegt heilsubrauð stútfullt af hollustu og ofureinfalt í gerð. Heilsubrauð 7dl spelt, gróft 3 tsk vínsteinslyftiduft ½ – 1 tsk salt ½ dl sólblómafræ ½ dl graskersfræ ½ dl furuhnetur 1 dl döðlur, gróflega saxaðar ½ dl rúsínur 2 1/2 dl létt AB mjólk 2 ½ dl heitt vatn (ath. ekki sjóðandi) Blandið spelti, salti...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna og það sama á svo sannarlega við um góðar uppskriftir. Ég hef lengi dýrkað Chilí mayo smáborgarana sem slógu allrækilega í gegn þegar þeir birtust fyrst, og fundist þeir bestu sem ég hef á ævinni bragðað. Svo koma þessir dásamlegu grillborgarar inn í líf mitt....
Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu
Þó það sé sumar er ágætt að gefa grillinu smá frí og þessi tælenski réttur sem hefur um leið smá indverskt yfirbragð er dásemdin ein. Rétturinn er mjög fljótlegur í gerð og ofureinfaldur en bragðið af kókoskasjúhnetusósunni er slíkt að það er eins og þið hafið verið að nostra við réttinn í margar klukkustundir. Njótið...
Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu
Ég er með alvarlegt sætkartöflu “fetish” og það gladdi mig því óseigjanlega þegar ég fann nýja útgáfu að þessari dásemd. Grillaðar sætkartöflur eru klárlega nýjasta æðið mitt og þessi dressing setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Réttur sem slær í gegn. Grillaðar sætkartöflur með sítrónu og kóríander dressingu 1 kg sætar kartöflur 3 msk...
Brownies – þær bestu!
Undursamlega góðar brownies sem ég vil meina að séu þær allra bestu. Ofureinfaldar í gerð en bráðna í munni. Hægt að bæta við hnetum sé þess óskað en á mínu heimili er vinsælast að hafa þær án þeirra. Njótið xxxx Bestu brownies 100 g smjör 2 egg 3 dl sykur 1 ½ dl hveiti...
Litríki kjúklingarétturinn
Þá er komið að því…ég er komin í sumarfrí. Stefnan er sett á skemmtilegt ferðalag um Ísland þar sem ég mun heimsækja nokkra spennandi veitingastaði sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Eitthvað sem getur svo vonandi nýst ykkur síðar meir. Fylgist endilega með ferðalagi GulurRauðurGrænn&salt á Instagram. Reyndar er það svo að eftir því...
Frosin jógúrt á 5 mínútum
Þegar ég var í Barcelona á sínum tíma var mér bent af spænskri fjölskyldu á ísbúð sem seldi heimsins besta jógúrtís. Ísbúðin heitir Bodevici og er staðsett í Gracia hverfinu, nánar tiltekið á Torrijos street og ég get tekið undir það að þar má finna einn þann allra besta ís sem ég hef bragðað. Fyrir ykkur sem...
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma
Hér er á ferðinni dásamleg súkkulaðikókoskakan með hindberjarjóma sem gleður bragðlaukana. Tilvalin…alltaf! Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma 60 g dökkt súkkulaði, saxað smátt 70 g kakóduft 1 msk kaffi 180 ml heitt vatn 240 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon 180 hveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk natron 1 tsk salt 85 g smjör,...