Ómótstæðilegar gerbollur fyrir bolludaginn með vanilluís og Pipp karamelluglassúr… Gerbollur með vanilluís og karamelluglassúr 15-18 stk 100 g smjörlíki 3 dl mjólk 50 g þurrger 1 egg 75 g sykur 1 tsk salt 500 g hveiti 1 tsk kardimommudropar Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg,...
Tag: <span>uppskrift</span>
Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm. Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi 10-12 stk. 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við...
Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma
Í ár er fyrsti bolludagurinn eftir að uppgötvaðist að ég væri með eggjaofnæmi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi vatnsdeigsbolla og vorkenndi mér því svakalega að geta ekki lengur fengið svoleiðis. Ég hafði séð einhverjar gerdeigsbollu uppskriftir án eggja en í minningu minni voru gerdeigsbollur þurrar og óspennandi – hálfpartinn eins og brauðbollur með rjóma...
Hollar Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Þessar dásamlega uppskrift af karamellukúlum með salthnetufyllingu kemur frá henni Önnu Rut okkar og innihalda einungis þrjú hráefni, eru ofureinfaldar í gerð og bragðast dásamlega. Hollar Snickerskúlur 20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu 1 bolli salthnetur 150g dökkt súkkulaði, t.d. Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus Látið döðlurnar liggja í bleyti í köldu vatni...
Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu
Ef þú ert að leita af einföldum rétti, sem er hollur, góður og hentar fullkomlega til bera fram á virkum degi að þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hér er á ferðinni dásamlegur grænmetisréttur með kókoskarrýsósu Uppskriftina fékk ég af vef Cookie and Kate en hún heldur úti uppskriftarsíðu með ferskum grænmetisréttum sem eru hver...
Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum
Þessi dásamlegi eftirréttur með marengsbotni, skyrrjóma, karamellusúkkulaði, nóakroppi og jarðaberjum er algjörlega to die for. Ofureinfaldur og slær svo sannarlega í gegn hjá þeim sem hann bragða. Marengsskyrkaka með karmellusúkkulaði og jarðaberjum 2 marengsbotnar, hvítir 200 g. Pipp súkkulaði með karamellufyllingu, saxað 1/2 l rjómi, þeyttur 500 g vanilluskyr 1/2 poki Nóa kropp jarðaber (eða...
Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi
Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...
Shakshuka
Hún Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er næsti gestabloggari hjá okkur. Ásta er viðskiptafræðingur að mennt og með brennandi áhuga á handavinnu og mikil áhugamanneskja í eldhúsinu. Hér er hún með uppskrift af girnilegu Shakshuka sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Shakshuka Ég hef sérstakt fetish fyrir því að finna uppskriftir sem eru í senn – fljótlega, hollar,...
Fish and chips með jógúrtsósu og heimagerðum frönskum
Fiskur og franskar eru hinn fullkomni réttur þegar þið viljið reyna að vinna upp fiskneysluna án þess að missa ykkur i hollustunni. Fiskurinn er stökkur og ferskur með nýkreystri sítrónu og hér toppaður með dásamlegri sósu sem er einföld í gerð og heimagerðum frönskum. Réttur sem er bestur í góðum félagsskap og ekki verra...
Rababarakaka með marengstoppi
Það eru eflaust þó nokkrir sem eiga birgðir af rababara frá því í sumar. Ég er reyndar ekki svo lánsöm, en rakst hinsvegar á frosinn rababara í búð á dögunum og fékk skyndilöngun í góða rababaraköku. Þessi kaka er búin að vera á to do listanum mínum í ansi langan tíma og nú var komið...
Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu
Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa. Hráfæðibomba Helgu Gabríelu Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er...
Tælensk fiskisúpa
Þessi dásamlega fiskisúpa er hin besta byrjun á góðu ári. Hún er ofureinföld í gerð og svo fersk og bragðgóð að ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur eins og hún gerði hjá mér og minni fjölskyldu. Hún er létt í maga og meinholl sem skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef þið...
Áramótabomba með Rice Krispies marengs, Pipp súkkulaðirjóma og karamellusósu
Nú er komið að áramótum og á þessum tímamótum er nú ekki úr vegi að hafa góðan og girnilegan eftirrétt. Þessi áramótabomba birtist í kökublaði Vikunnar fyrir mörgum árum síðan en það var Þórunn Lárusdóttir sem deildi þessari uppskrift með lesendum hennar og er hér komin fyrir ykkur að njóta. Hvort sem árið endar eða...
Ris ala mande terta
Nú ætla ég að bjóða ykkur upp á Ris ala mande köku sem ætti að slá í gegn hjá þeim sem halda upp á jólagrautinn. Hér mætast þessi dásamlega kaka og grauturinn góði og úr verður hinn besti eftirréttur toppaður með kirsuberjasósu. Snilldin við þetta er svo að þið getið slegið tvær flugur í einu höggi...
Bestu glútenlausu smákökurnar
Þessi uppskrift er frá Danielle Walker en hún er uppáhalds matarbloggarinn minn. Hún heldur úti síðunni http://againstallgrain.com/ og mæli ég eindregið með bæði blogginu hennar og matreiðslubókunum. Þessar smákökur þykja öllum góðar. Þær eru frekar seigar undir tönn (chewy) og minna á vissan hátt á hinar sígildu Subway kökur. Þetta hefur lengi verið uppáhalds smákökuuppskriftin...
Ómissandi Kornflex smákökur með súkkulaði og kókos
Einn hluti af jólabakstrinum felur í sér að baka þessar bragðgóðu Kornflex smákökur, þær eru ekki nýjar af nálinni en alltaf svo bragðgóðar og sérstaklega einfaldar í gerð. Það er líka svo gaman þegar krakkarnir verða sjálfstæðir í eldhúsinu og þessar geta krakkarnir auðveldlega gert þessar með lítilli aðstoð. Algjörlega þess virði að prufa. Kornflex...
Hindberja tiramisu
Hugmyndir að einföldum eftirréttum sem slá í gegn eru ávallt kærkomnar og því ekki úr vegi að birta þessa uppskrift af hindberja tíramísu. Þessi eftirréttur hefur það allt, hann er einfaldur, fallegur, ferskur og hátíðlegur eftirréttur sem sómar sér vel á veisluborðið og vekur mikla lukku hjá þeim sem hann bragða. Hindberja tíamísú 6 eggjarauður...
Rósmarín hnetublanda
Hún Björg vinkona mín gaf mér uppskriftina af þessum æðislegu jólahnetum og hafa þær verið ómissandi partur af jólaundirbúningnum síðan. Ef þið eruð að leita að einhverju heimagerðu til að gefa í gjafir þá eru þessar hnetur algerlega fullkomnar í það. Ég hef gefið fjölskyldu og vinum nokkrum sinnum krukkur með ristuðum rósmarín hnetum í...