Innihaldslýsing

1-2 svampbotnar
3-5 msk sherrý
300 g súkkulaði með piparmyntufyllingu
500 ml 36 % rjómi frá Örnu
150 g rjómaostur
3 msk sterkt kaffi
1 tsk vanilludropar
            Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu.

Leiðbeiningar

1.Skerið svambotninn í bita og setjið um 1/3 í botninn á skál. Dreypið smá sherrýi yfir.
2.Hitið 1 dl af rjómanum og bætið 150 g af súkkulaðinu saman við og bræðið. Látið rjómann ekki sjóða. Kælið síðan blönduna lítillega.
3.Setjið rjómaost, vanilludropa og kaffi saman í skál og hrærið. Hellið súkkulaðirjómanum saman við og hrærið áfram.
4.Hellið smá hluta af rjómaosta-súkkulaðiblöndunni yfir svampbotninn í skálinni.
5.Setjið smá af söxuðu piparmyntusúkkulaði yfir og endurtakið síðan. Svambotn, sherrý, rjómaosta-súkkulaðiblandan og saxað piparmyntusúkkulaði. Þar til allt er búið.
6.Þeytið afganginn af rjómanum í skál og skreytið triffli með því að sprauta rjómanum þar yfir.
7.Endið á söxuðu súkkulaði.
8.Geymið í kæli í nokkra klst áður en það er borið fram.

 

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.