

| 450 g hveiti | |
| 1 bréf þurrger | |
| 3 dl mjólk | |
| 1 dl kotasæla | |
| 1 dl ólífuolía | |
| 100 g rifinn ostur | |
| 2 tsk hvítlaukssalt | |
| 2 tsk Aromat frá Knorr |
Frábærar með kaffinu eða súpunni
| 1. | Blandið hveiti, þurrgeri, hvítlaukskryddi og aromat saman í skál. |
| 2. | Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og bætið olíunni saman við. Hellið saman við þurrefnin og hnoðið. |
| 3. | Setjið kotasælu og ost saman við allt og hnoðið áfram. |
| 4. | Látið hefast undir rökum klút í 30 mínútur. |
| 5. | Mótið bollur og setjið á ofnplötu með smjörpappír. |
| 6. | Setjið egg í skál og léttþeytið. Penslið bollurnar með egginu. |
| 7. | Bakið í 210°c heitum ofni í 10-15 mínútur. |

Leave a Reply