Innihaldslýsing

1 poki classic prawn gyoza frá Itsu
2 tsk olía
200g risarækjur soðnar
2 hreiður eggjanúðlur frá Blue dragon
1 msk sesamolía
Nokkur brokkolí blóm skorin í bita (um 1 - 1 1/2 bolli)
3 meðalstórar gulrætur skornar í strimla
10cm blaðlaukur skorinn í sneiðar
1/2 bolli sweet chili sósa frá Blue dragon
4 msk sojasósa
1 msk maizena + 1 msk vatn
Saxaður vorlaukur, rauð paprika og ristuð sesamfræ til að toppa
Það er svo hrikalega auðvelt og einfalt að græja sér bragðgóða asíska rétti. Ég hef sagt það áður hér en mitt allra mesta uppáhald eru dumplings eða gyoza eins og það er líka kallað. Dásamlegir koddar fylltir allskyns góðgæti. Þessa frá Itsu nota ég en þeir eru að mínu mati það sem kemst næst því...

Leiðbeiningar

1.Hitið vatn fyrir núðlurnar í potti.
2.Þýðið rækjurnar í sigti undir kaldri vatnsbunu.
3.Skerið grænmetið og setjið til hliðar
4.Byrjið á því að setja 2 tsk af olíu á pönnu og steikið dumplings koddana samkvæmt leiðbeiningum á pokanum
5.Setjið sesamolíu á pönnu og steikið grænmetið. Setjið rækjurnar út á pönnuna og steikið í 2 mín með grænmetinu. Hrærið saman sweet chili sósu og sojasósu í skál. Í annarri minni hrærið saman maizena og vatni. Blandið maizena blöndunni út í sósuna og hellið sósunni yfir grænmetið og rækjurnar.
6.Sjóðið núðlurnar í 5 mín.
7.Setjið saman réttinn. Setjið núðlurnar í skál. Þar yfir setjið þið rækju og grænmetisblönduna í sósunni yfir og raðið dumplings yfir. Toppið með vorlauk, papriku og ristuðum sesamfræjum.

Það er svo hrikalega auðvelt og einfalt að græja sér bragðgóða asíska rétti. Ég hef sagt það áður hér en mitt allra mesta uppáhald eru dumplings eða gyoza eins og það er líka kallað. Dásamlegir koddar fylltir allskyns góðgæti. Þessa frá Itsu nota ég en þeir eru að mínu mati það sem kemst næst því sem hægt er að fá á veitingastöðum. Hér er ég með dumplings með rækjufyllingu og þar sem ég er mjög hrifin af rækjum og öðru sjávarfangi ákvað ég að skella í rækjunúðlur með þeim.

Þetta er einfaldur réttur, alls ekki svo mörg hráefni og tekur enga stund að útbúa. Uppskriftin miðast við 2 en það er auðveldlega hægt að margfalda hana.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.