

| 225 ml eggjahvítur (ca. 6 stk) | |
| 330 g flórsykur | |
| 1 1/2 tsk hvítvínsedik | |
| 2 tsk maizenamjöl | |
| 4 dl rjómi, þeyttur | |
| 250 g hindber | |
| 2 msk pistasíuhnetur, saxaðar |
Falleg hátíðarkaka sem mun slá í gegn!
| 1. | Stillið ofninn á 160°c. |
| 2. | Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið á mesta styrk í 2 mínútur. Bætið þá sykrinum saman við, einni skeið í einu. Hrærið í 5 mínútur til viðbótar eftir að allur sykurinn er kominn í. |
| 3. | Bætið ediki og maizenamjöli saman við og hrærið áfram í 2 mínútur. |
| 4. | Notið 22 cm form til að teikna nokkra hringi á smjörpappír. Setjið marengsinn inn í hringinn með sprautupoka eða skeið. |
| 5. | Dýfið hnífsoddi í sírópið og dragið línur í marensinn. Mér finnst gott að gera bara smá og eiga síróp eftir til að láta yfir marengsinn þegar hann er bakaður. |
| 6. | Setjið marengsinn inn í ofninn og lækkið hitann strax í 120°c og bakið í 70 mínútur eða þar til hann er orðinn stökkur að utan. |
| 7. | Takið úr ofninum, látið þeyttan rjóma, síróp og pistasíuhnetur yfir allt. |
| 8. | Slökkvið á ofninum og látið pavlovuna vera í lokuðum ofninum þar til hann hefur kólnað alveg. Gott að gera þetta kvöldinu áður. |
Leave a Reply