Færslan er unnin í samvinnu við Innnes
| 1 kúla ferskur mozzarella, rifinn | |
| 1 1/2 dl parmesaostur, rifinn | |
| 200 g Philadelphia rjómaostur | |
| 1 tsk ítalskt krydd | |
| 1/2 tsk chilikrydd | |
| sjávarsalt | |
| 1/2 - 1 box kirsuberjatómatar | |
| 1 hvítlauksrif, saxað smátt | |
| ferskt steinselja, söxuð | |
| extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philippo Berio |
Það er ekki oft sem ég verð orðlaus, en það varð ég svo sannarlega þegar ég tók fyrsta bitann af þessari bragðgóðu ostaídýfu. Ídýfan er frábær sem forréttur, í saumaklúbbinn eða partýið og færir okkur til Ítalíu að minnsta kosti í huganum.
| 1. | Blandið mozzarella, parmesan, rjómaosti og kryddum saman í skál og hrærið vel. Setjið ídýfuna í ofnfast mót. |
| 2. | Látið í 200° heitan ofn og bakið í 15 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að búbbla og orðinn örlítið gylltur á lit. |
| 3. | Skerið tómata og hvítlauk niður og blandið saman. Setjið yfir ídýfuna síðustu 5 mínútur eldunartímans. |
| 4. | Takið úr ofni og hellið góðri ólífuolíu yfir allt og endið á að strá steinselju yfir. |
| 5. | Saltið og kryddið með chilíkryddi og berið fram með ristuðu baquette eða kexi. |



Leave a Reply