Innihaldslýsing

4 stórar kjúklingabringur
1 bolli hveiti
2 egg
1/4 bolli Nýmjólk frá Örnu
5 bollar kornflex
1 tsk salt
nýmalaður pipar eftir smekk
1 tsk reykt paprika
1 tsk hvítlauksduft
1 bolli Buffalo sósa (Tegund skiptir ekki máli en ég nota yfirleitt Franks)
Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru...

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingabringurnar í strimla. Setjið hveiti í djúpan disk, egg og mjólk í aðra og pískið saman. Setjið krydd og kornflex saman í matvinnsluvél og vinnið í rasp og setjið í þriðja djúpa diskinn.
2.Veltið strimlunum upp úr hveiti, þar næst eggjablönduna og látið aðeins leka af bitunum og síðast í kornflexraspið. Raðið bitunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
3.Hitið ofninn í 200°C blástur. Bakið bitana í 10 mín fyrst, opnið ofninn og snúið við bitunum og bakið áfram í 10 mín.
4.Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er gott að græja sósuna.
5.Takið kjúklinginn út og látið mesta hitann rjúka úr, setjið nokkra bita í skál og dreifið buffalo sósu yfir og hristið skálina til, setjið þá aðeins meira af sósunni og hristið aftur til. Endurtakið með alla bitana.
6.Ég bar kjúklingastrimlana fram með frönskum og fetaostadressingunni en salat eða hrísgrjón væru alveg frábærir kostir líka.

Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru aðallega bara smá handavinna. Fetaosta sósan er algjörlega fullkomin með og dempar aðeins hitann af buffalo sósunni. Ég ber yfirleitt franskar fram með kjúklingastrimlum en það er ekkert því til fyrirstöðu að setja þá í vefjur með sósunni eða jafnvel salat. Það er hægt að leika sér með þessa uppskrift og gera það sem manni finnst best.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.