

| 1 baquette, skorið í 12 sneiðar | |
| 150 g skinkustrimlar | |
| 200 g Philadelphia rjómaostur | |
| 2 msk mjúkt smjör | |
| fersk steinselja, söxuð smátt | |
| 1 stórt hvítlauksrif, pressað | |
| 1/2 rauð paprika, smátt skorin | |
| svartur pipar |
Þetta er réttur sem auðvelt er að gera og vekur svo mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Ykkur er óhætt að tvöfalda þessa uppskrift.
| 1. | Raðið brauðinu á ofnplötu. |
| 2. | Blandið öllum hráefnum saman í skál og blandið vel saman. Deilið fyllingunni niður á brauðsneiðarnar. |
| 3. | Setjið í 180°c heitan ofn í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er örlítið gylltur á lit. |

Leave a Reply