Innihaldslýsing

1 baquette, skorið í 12 sneiðar
150 g skinkustrimlar
200 g Philadelphia rjómaostur
2 msk mjúkt smjör
fersk steinselja, söxuð smátt
1 stórt hvítlauksrif, pressað
1/2 rauð paprika, smátt skorin
svartur pipar
Þetta er réttur sem auðvelt er að gera og vekur svo mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Ykkur er óhætt að tvöfalda þessa uppskrift.

Leiðbeiningar

1.Raðið brauðinu á ofnplötu.
2.Blandið öllum hráefnum saman í skál og blandið vel saman. Deilið fyllingunni niður á brauðsneiðarnar.
3.Setjið í 180°c heitan ofn í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er örlítið gylltur á lit.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.