Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa heimagerðan jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Það er auðvitað svo misjafnt hvort eftirrétturinn er boðinn strax á eftir aðalrétti eða í lok kvölds þegar allir hafa jafnað sig eftir jólamáltíðina. Þessi ís er ótrúlega léttur í sér og mjúkur, einfaldur í gerð og 100% vegan. Oatly vörurnar eru að mínu mati einstakar og gera mjólkurlausa lífið svo miklu einfaldara. Hvort sem þið eruð vegan eða með mjólkuróþol eða ofnæmi er þessi ís algjörlega fullkominn. Það er ekkert við hann sem gefur til kynna að hann sé á einhvern hátt öðruvísi en annar heimagerður ís. Ég nota í hann núggast súkkulaði frá Rapunzel sem er vegan og er að mínu mati eitt allra besta vegan súkkulaði sem hægt er að fá. Núggatið gerir hann svo jólalegan og um stund gæti hann minnt á gamla góða Toblerone ísínn.
Ég mæli með að tvöfalda uppskriftina og gera eitt stór box og önnur lítil til að eiga bara fyrir sig…
Leave a Reply