Innihaldslýsing

250ml Oatly visp + 2 msk
2 plötur Nirwana vegan núggat súkkulaði frá Rapunzel
1/2 tsk ekta vanillukorn frá Rapunzel
2 msk hlynsíróp
1/4 tsk himalaya salt
2 tsk vanilludropar
Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa heimagerðan jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Það er auðvitað svo misjafnt hvort eftirrétturinn er boðinn strax á eftir aðalrétti eða í lok kvölds þegar allir hafa jafnað sig eftir jólamáltíðina. Þessi ís er ótrúlega léttur í sér og mjúkur, einfaldur í gerð og 100%...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að saxa aðra súkkulaðiplötuna smátt og setjið til hliðar. Brjótið hina niður í bita og bræðið yfir vatnsbaði ásamt 2 msk af Oatly visp, vanillukornum, hlynsírópi, salti og vanilludropum.
2.Stífþeytið 250ml Oatly visp hafrarjóma. Þegar súkkulaðiblandan er bráðin saman og slétt og samfelld blandið henni þá varlega saman við þeytta Oatly rjómann varlega með sleikju, setjið saxaða súkkulaðið varlega saman við með sleikjunni.
3.Setjð ísblönduna í box sem þolir frost. Lokið þétt svo komist ekki loft að. Takið ísinn út eftir 30 mín og hrærið upp í honum. Endurtakið þetta svona 3-4, að hræra upp í ísnum á 30 mín fresti. Þannig verður hann mýkri og ískristallar myndast síður.
4.Takið ísinn svo út með smá fyrirvara, skafið kúlur og berið fram með heitri súkkulaði núggat sósunni. Einnig er hægt að setja ísinn í fallegt kökuform og bera fram á diski.

Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa heimagerðan jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Það er auðvitað svo misjafnt hvort eftirrétturinn er boðinn strax á eftir aðalrétti eða í lok kvölds þegar allir hafa jafnað sig eftir jólamáltíðina. Þessi ís er ótrúlega léttur í sér og mjúkur, einfaldur í gerð og 100% vegan. Oatly vörurnar eru að mínu mati einstakar og gera mjólkurlausa lífið svo miklu einfaldara. Hvort sem þið eruð vegan eða með mjólkuróþol eða ofnæmi er þessi ís algjörlega fullkominn. Það er ekkert við hann sem gefur til kynna að hann sé á einhvern hátt öðruvísi en annar heimagerður ís. Ég nota í hann núggast súkkulaði frá Rapunzel sem er vegan og er að mínu mati eitt allra besta vegan súkkulaði sem hægt er að fá. Núggatið gerir hann svo jólalegan og um stund gæti hann minnt á gamla góða Toblerone ísínn.

Ég mæli með að tvöfalda uppskriftina og gera eitt stór box og önnur lítil til að eiga bara fyrir sig…

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.