Matgæðingurinn Edda S. Jónasdóttir var að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, EFTIRLÆTISRÉTTIR EDDU, Uppskriftir sem eru henni kærar og hún hefur gert í 50 ár en hún hefur verið áhugamanneskja um mat og matargerð frá því hún var um 18 ára. Við gefum Eddu orðið:
Besta og skemmtilegasta sem ég geri er að vera alein í eldhúsinu og búa eitthvað til, það er minn jógatími. Einnig ef ég á erfitt með að sofa þá fer ég í huganum að gera matseðla, þrí eða fjórréttaða – þá sofna ég !
Ég hef unnið við ýmis störf, m.a. er leiðsögukona, rekið gistihús í 15 ár á heimili mínu og mannsins míns, unnið við markaðsmál í Íslensku óperunni í 10 ár, starfað sem kokkur í veiðihúsi o.fl. Erlendis hef ég starfað við skrifstofustörf bæði í USA og Skotlandi hjá dekkjafyrirtæki,lyfjaheildsala og byggingaverktaka.
Hef skrifað uppskriftir í Mbl. Vikuna, Gestgjafann og verið með matarhorn í morgunþætti Rásar tvö Vann smákökusamkeppni DV á árum áður fyrir eina teg. af mínu jólagóðgæti
Leave a Reply