Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
120 ml volgt vatn | |
2 ¼ tsk þurrger | |
1 tsk sykur | |
125 ml nýmjólk | |
50 g sykur | |
1 egg | |
1 eggjarauða | |
500 g hveiti | |
70 g smjör, mjúkt | |
50 g muldar Oreo kökur |
1. | Velgið vatn að 37-40°C. |
2. | Hrærið geri og 1 tsk af sykri saman við og setjið í hrærivélaskál. Bíðið í 5 mín á meðan blandan fer að freyða. |
3. | Setjð þá saman við mjólkina, sykurinn, eggið, eggjarauðu og hrærið með króknum. |
4. | Blandið þá hveitinu saman við, fyrst ca. 250g og hrærið vel, og bætið svo restinni rólega saman við. Þegar deigið er orðið þokkalega samfellt, setjið þá smjörið saman við í smá bitum og hrærið vel á milli. |
5. | Að síðustu hnoðið muldum oreo kökum saman við. Takið deigið úr skálinni og hnoðið á borði í smástund og setjið aftur í olíuborna skál. Setjið plastfilmu yfir og látið hefast á volgum stað í 40 mín. |
6. | Eftir að deigið hefur hefast í fyrsta sinn, þá þarf að taka það úr skálinni og fletja það út í ferhyrning. Aðeins minni en stærð á venjulegri ofnplötu. |
7. | Smyrjið deigið með smjörinu og stráið sykrinum yfir. Dreifið þá muldum Oreo kökum yfir og þrýstið létt yfir með lófunum. |
8. | Rúllið upp deiginu og skerið í 12 snúða. Mér finnst best að skipta deiginu fyrst í tvennt og svo helming í 6 hluta svo snúðarnir verði nokkurnveginn jafnir að stærð. |
9. | Setjið snúðana í ofnfast mót eða skúffukökuform sem hefur verið smurt með smjöri og látið hefast í ofni sem hefur verið hitaður upp í 50°C og úðaður duglega með vatni, í 40 mín. |
10. | Takið þá snúðana út og hitið ofninn í 180°C. Þegar ofninn hefur náð hita, setjið þá snúðana inn og bakið í 30 mín. |
11. | Þeytið saman rjómaost og smjör og bætið svo sykri og vanilludropum saman við. Þeytið vel saman. |
12. | Þegar snúðarnir eru tilbúnir, takið þá úr ofninum og látið þá bíða í 5 mín áður en þið smyrjið kreminu yfir. |
13. | Dreifið muldum Oreo kökum yfir sem skraut. |
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Leave a Reply