Innihaldslýsing

150 g OTA haframjöl
420 ml mjólk (ég notaði möndlumjólk)
60 ml eplasafi
3 msk sítrónusafi
1 epli, kjarnahreinsað og afhýtt
2 msk hunang
375 g hrein jógúrt eða grísk jógúrt
hnífsoddur kanill
Toppað með t.d.: Rúsínum, berjum, möndlum.
Fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Látið haframjöl, mjólk, eplasafa, sítrónusafa saman í skál og látið í kæli í að minnsta kosti 30 mín en helst yfir nótt.
2.Bætið þá við grautinn epli, hunangi, jógúrt og kanil.
3.Toppið með því sem hugurinn girnist.
Bircher muesli er kaldur hafragrautur oft með haframjöli, eplum, grískri jógúrt og möndlum eða öðru meðlæti. Færslan er unnin í samstarfi við OTA SOLGRYN

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.