Innihaldslýsing

240ml vegan jógúrt, ég notaði hreina Oatly
Börkur og safi úr einni sítrónu
1/2 tsk möndludropar
1/2 tsk sítrónudropar
80g jurtaolía
220g sykur
80g möndlumjöl
225g hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
60ml haframjólk, ég notaði Oatly ikaffe
Jarðarber, hindber, bláber, rifsber
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 170°C blástur
2.Blandið saman þurrefnum í miðlungsstóra skál og blautefnum í aðra skál og hrærið með písk.
3.Hellið blautefnum saman í þurrefnin og hrærið með sleif. Smyrjið 20cm form og setjið bökunarpappír í botninn. Smyrjið deiginu í formið og bakið í 35-40 mín. Fylgist vel með eftir svona 30 mín þar sem ofnar geta verið misjafnir.
4.Kælið botninn. Útbúið kremið og smyrjið á kalda kökuna. Skreytið með berjum eftir smekk.

Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum botninum og ferskum berjum.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.