Innihaldslýsing - miðað við 2 borgara

2 vegan borgarar eða buff eftir smekk
Taco krydd eða salt og pipar ef vill
2 hamborgarabrauð
Rauðlaukur
Tómatar
Blaðsalat
1 avocado
2 sneiðar vegan mexicana slices
Svart doritos eftir smekk
Salsasósa
1 dl vegan mayo + 1 msk srirachasósa, hrært saman
Franskar, djúp- eða ofnsteiktar
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...

Leiðbeiningar

1.Kryddið borgarana með taco kryddi eða salti og pipar, allt eftir ykkar smekk. Það fer eftir því hvaða buff þið notið en það getur verið gott að pensla þau aðeins með olíu áður en þau eru krydduð.
2.Grillið á útigrilli eða mínútugrilli. Á meðan takið þið til grænmeti og brauðin og útbúið sósuna.
3.Þegar buffin eru að verða tilbúin, setjið ostinn á buffin og lokið grillinu í smástund til að leyfa honum að bráðna vel.
4.Samsetning: Botnbrauð, sriracha mayo, salat, buff, rauðlaukur, tómatur, avocado, salsasósa, mulið doritos, topp brauðið smurt með sriracha mayo og svo lokað.
5.Borið fram með frönskum eða meiru af svörtu doritos.

Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað.

Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það er bara fátt sumarlegra en að grilla nokkra borgara í sólinni (sem hefur nú alveg verið að láta sjá sig) og jafnvel með einum ísköldum með. Þennan verðið þið að prófa!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.