Innihaldslýsing

800 g hvítur fiskur, skorinn í litla bita
1/2-1 rauðlaukur, þunnt sneiddur
safi úr 5-6 límónum
1 1/2 tsk sjávarsalt
1/2 tsk svartur pipar
2 hvítlauksrif, pressuð
1 chilí, smátt skorið
1/2 búnt kóríander, saxað
250 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1/2 -1 agúrka, kjarnhreinsuð og smátt skorin
1-2 msk ólífuolía
1 avacado (frekar stíft), smátt skorið
Ceviche er einn af mínum uppáhalds sumarréttum. Rétturinn kemur upprunarlega frá Perú og felst í því að fiskurinn er látinn marinerast í sítrusvökva, en sýran frá vökvanum eldar fiskinn og gefur honum gott bragð.

Leiðbeiningar

1.Látið fisk, rauðlauk og límónusafa í skál. Blandið vel saman og saltið.
2.Bætið hvítlauk og chilí saman við.
3.Látið því næst agúrku, kóríander, tómata og ólífuolíu saman við og látið í kæli í að minnsta kosti klukkustund eða í allt að sólahring.
4.Takið úr kæli og látið avacado saman við. Smakkið til með salti, pipar, kóríander og chilí.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.