2 pakkar lambasirloinsneiðar frá Kjarnafæði með villikryddjurtablanda | |
2-3 sætar kartöflur, sneiddar | |
Heimsins besta sósa: | |
1 laukur, smátt saxaður | |
3 hvítlauksrif, söxuð | |
1-2 msk smjör | |
1 msk hvítvínsedik | |
3 dl vatn | |
3 msk kjúklingakraftur | |
2 dl matreiðslurjómi | |
300 g gulrætur, niðurskornar | |
100 g spínat, án stikla | |
salt og pipar | |
2 dl hvítvín |
Fyrir 4
1. | Takið lambakjötið úr pakkningu og látið standa við stofuhita á meðan sósan er útbúin. |
2. | Skerið grænmetið niður. |
3. | Látið smjör í pott og steikið lauk og hvítlauk við miðlungshita. |
4. | Bætið hvítvínsediki saman við og sjóðið niður. |
5. | Bætið hvítvíni saman við og látið sjóða þar til helmingurinn hefur gufað upp. |
6. | Bætið vatni og kjúklingakrafti saman við. |
7. | Látið því næst rjómann saman við og látið malla í 5 mínútur. |
8. | Bætið gulrótum saman við og látið malla áfram við miðlungshita í 5-8 mínútur. |
9. | Látið spínatið saman við. |
10. | Steikið eða grillið kótiletturnar og sætu kartöflurnar. |
11. | Berið fram með sósunni. |
Leave a Reply