Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert að hefa þá. Ég nota hér hrásykur í stað venjulegs hvíts sykurs og mér finnst þeir verða bragðbetri fyrir vikið. Það kemur eitthvað svo gott bragð þegar ég nota hann frekar og mæli eindregið með því að prófa.
500g hveiti | |
200g Cristallino hrásykur frá Rapunzel | |
250g mjúkt smjör | |
3 egg | |
1 tsk lyftiduft | |
1/2 tsk hjartarsalt | |
80g Cristallino hrásykur | |
1 kúfuð msk kanill |
Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert...
1. | Setjið öll hráefnin (nema kanil og 80g hrásykur) í hrærivél og hrærið saman með káinu þar til deigið er orðið vel samlagað. |
2. | Mótið það aðeins í ferning og kælið í að minnsta kosti 30 mín ef þið getið. |
3. | Setjið deigið á hveitistráð borð og fletjið út með kökukefli. Hægt er að skera kantana svo að snúðarnir verði jafnari en ég nenni því aldrei svo þeir verða bara fallega ljótir hjá mér. |
4. | Blandið 80g af hrásykri og kanil saman og stráið á útflatt deigið. Rúllið upp frá langhliðinni og skerið í rúmlega 1cm breiðar sneiðar. Hitið ofninn í 190°C blástur. Raðið snúðunum á plötu og stráið aðeins af kanilsykri yfir. |
5. | Bakið í ca. 25 mín eða þar til þeir eru orðnir gylltir. |
Leave a Reply