Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan og henta því vel þeim sem kjósa vegan lífsstíl sem og þeim sem hafa ofnæmi fyrir mjólkurvörum og eggjum.
Ég nota Oatly haframjólkina ásamt vegan smjöri og útkoman eru þvílíkt djúsí og góðar skonsur. Útkoman verður best ef smjörið er ískalt og mjólkin sömuleiðis. Þær eru góðar einar og sér eða með smá smjöri, með kaffi eða bara glasi af ískaldri Oatly haframjólk.
Leave a Reply