Í tilefni af alþjóðlega súkkulaðideginum þann 13. september er einstaklega viðeigandi að útbúa gott súkkulaðitart og nota til þess almennilegt súkkulaði. Það er sérlega mikilvægt að nota hágæða súkkulaði og það í dekkri kantinum. Ég nota 45% suðusúkkulaði ásamt 70% súkkulaði frá Nóa Síríus. Uppskriftin er einföld og það tekur í sjálfu sér ekki langan tíma að útbúa þetta tart. Ég mæli með því að skreyta kökuna með berjum og hnetum og það er vel hægt að nota hvaða ber sem er eða hvaða hnetur sem er. Að þessu sinni valdi ég fallega rauð rifsber og hindber ásamt söltuðum pistasíum og það setti algjörlega punktinn yfir i-ið. Gleðilegan súkkulaðidag!
Leave a Reply