Ég, eins og mörg, er alveg sérlega mikil pítsukona. Fátt er betra en góð pítsa og á nokkrum pítsustöðum er hægt að fá pítsur með ríflegu magni af áleggi og ganga undir nöfnum eins og Pavarotti eða Extra. Þessi samsetning er mjög amerísk og vinsæl þar en því ekki að prófa að blanda þessum hráefnum saman í djúsí kjúklingarétt. Útkoman er svona framúrskarandi góð og þessi blanda er ekkert síðri pöruð með kjúkling og ostasósu.
Leave a Reply