Innihaldslýsing

900g kjúklingabringur eða lundir kryddaðar með salti og pipar
2 msk olía
1/2 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
Svartar ólífur í sneiðum, má sleppa
4 - 6 miðlungsstórir ferskir sveppir
1/2 græn paprika
12-16 pepperónísneiðar
200g pizzaostur frá MS Gott í matinn
Ég, eins og mörg, er alveg sérlega mikil pítsukona. Fátt er betra en góð pítsa og á nokkrum pítsustöðum er hægt að fá pítsur með ríflegu magni af áleggi og ganga undir nöfnum eins og Pavarotti eða Extra. Þessi samsetning er mjög amerísk og vinsæl þar en því ekki að prófa að blanda þessum hráefnum...

Leiðbeiningar

1.Kryddið kjúklinginn og skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og setjið laukinn út á. Steikið laukinn í þar til hann fer að mýkjast, bætið kjúklingnum út á pönnuna og brúnið. Það þarf ekki að gegnumsteikja kjúklinginn á þessu stigi. Setjið kjúklinginn og laukinn í eldfast mót.
2.Útbúið sósuna og hellið yfir kjúklinginn.
3.Setjið helminginn af sveppunum og paprikunni yfir sósuna og stráið rifna ostinum yfir.
4.Raðið pepperóní, restinni af sveppunum og paprikunni ásamt ólífum ef vill. Bakið í 200°C heitum ofni.
5.Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Ég, eins og mörg, er alveg sérlega mikil pítsukona. Fátt er betra en góð pítsa og á nokkrum pítsustöðum er hægt að fá pítsur með ríflegu magni af áleggi og ganga undir nöfnum eins og Pavarotti eða Extra. Þessi samsetning er mjög amerísk og vinsæl þar en því ekki að prófa að blanda þessum hráefnum saman í djúsí kjúklingarétt. Útkoman er svona framúrskarandi góð og þessi blanda er ekkert síðri pöruð með kjúkling og ostasósu.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við MS Gott í matinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.