Innihaldslýsing

1 flaska vöffludeig frá Kötlu
4 dl vatn
3 msk olía
2 msk smjör
tættur kjúklingur (sjá uppskrift í link að neðan)
jalapeno í sneiðum
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í fernt
1/2 rauðlaukur, saxaður
1/2 búnt vorlaukur, saxaður
guagamole
ferskt kóríander, saxað
sýrður rjómi
chilí mayo
UPPSKRIFT FYRIR 6

Leiðbeiningar

1.Vöfflur: Setjið vatn, olíu og brætt smjör í vöfflublönduna og hristið vel. Látið flöskuna snúa á hvolf í nokkrar mínútur og hristið aftur vel þar til deigið er orðið kekkjalaust.
2.Steikið vöfflurnar á vöfflujárni og látið í lokin á steikingartímanum rifinn ost og jalapenosneiðar yfir. Látið ostinn bráðna (lokið ekki vöfflujárninu) og látið vöffluna á disk og gerið næstu.
3.Þegar deigið hefur klárast, stráið kjúklingi yfir vöfflurnar, þá tómötum og lauk, vorlauk og söxuðu kóríander.
4.Endið á að setja sósur að eigin vali eins og sýrðan rjóma, guagamole og chili mayo yfir allt.

ÞAÐ MÁ RÍFA NIÐUR AFGANGS KJÚKLING EÐA NOTA NAUTAHAKK
EN EF ÞIÐ VILJIÐ NOSTRA VIÐ RÉTTINN ÞÁ ER UPPSKRIFT AÐ
TÆTTUM KJÚKLINGI  HÉR 

 

Færslan er unnin í samstarfi við Kötlu

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.