Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið. Gulrótasúpa með engifer Fyrir 4 500 g gulrætur 2...
Category: <span>Brauð & samlokur</span>
Hollu brauðbollurnar sem allir elska
Nýbakaða brauðbollur – já það er eitthvað alveg dásamlegt við að gæða sér á þeim og sérstaklega þegar það er kalt úti. Ég læt alltaf vel af smjöri og osti og læt það bráðna örlítið á volgri bollunni áður en ég tek fyrsta bitann. Ekki er verra að hafa heitt kakó með. Þessar bollur eru...
Banana og döðlubrauð
Þetta dásamlega banana og döðlubrauð er eitt af þessu sem er reglulega bakað á heimilinu – þó það væri bara fyrir ilminn sem kemur upp þegar þetta er í ofninum. Brauðið er elskað af öllum og svo skemmir ekki fyrir að það inniheldur engan sykur og stútfullt af góðir næringu. Gerið – elskið – njótið!...
Eygló Hlín gerir geggjaðar kókospönnslur
Það er svo gaman að fá sendar skemmtilegar uppskriftir frá ykkur elsku lesendur. Þið gerið GulurRauðurGrænn&salt að frábærum uppskriftavef. Ef þið lumið á einhverjum perlum verið ófeimin að senda mér línu á berglind@grgs.is og hver veit nema ykkar uppskrift birtist á vefnum. Hún Eygló Hlín er mikill matgæðingur og hér kemur hún með uppskrift að...
Heimalagaðar ostaslaufur eins og þær gerast bestar
Drengirnir mínir vita fátt betra en að gæða sér á ostaslaufu og hef ég fullan skilning á því. En mér hefur hinsvegar blöskrað verðið á þeim og því ákvað ég því að prufa að baka þær bara sjálf, en það hafði ég aldrei gert áður. Við baksturinn studdist ég við uppskrift frá sjálfum meistaranum Jóa...
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Heimsins bestu vöfflur!
Alþjóðlegi vöffludagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 25. mars og að því tilefni er vel við hæfi að birta uppskrift að vöfflum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Vöfflurnar eru stökkar og bragðgóðar og einfaldar í gerð og góða með sultu og rjóma, nú eða jafnvel vanilluís. Vöfflur eru ávallt jafn vinsælar Heimsins bestu vöfflur...
Hinar fullkomnu brauðbollur
Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið...
Uppskriftin að allra bestu skinkuhornunum!
Mig langar til að deila með ykkur frábærri uppskrift að skinkuhornum. Upprunarlega kemur þessi uppskrift frá henni Guðmundu Ingimundardóttur og birtist í Ostalyst en hana sendi hún Guðmunda inn á sínum tíma. Takk kærlega fyrir uppskriftina elsku Guðmunda. Hún hefur glatt svo marga :) Skinkuhornin eru dásamlega mjúk og þau vekja ávallt lukku. Hægt er...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum
Hvað er betra en nýbakað brauð. Þetta brauð er mjög ofarlega á listanum yfir bestu brauðin. Það er ofureinfalt og mjúkt með ljúfu hunangskeim og stökkum valhnetum. Algjör hittari! Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum 180 g hveiti 1 poki þurrger 1 ½ tsk salt 240 ml vatn 4 msk hunang 2 msk olía 120...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Snúðar betri en úr bakaríi
Uppskriftina af bestu snúðunum má nú einungis nálgast hjá upprunalegum höfundi: https://vallagrondal.is/snudar-betri-en-ur-bakariinu/
Glútenlausa brauðið
Þrátt fyrir að hafa bakað ótal uppskriftir af glútenlausu brauði eru ekki margar þeirra sem ég hef verið ánægð með. Þetta brauð aftur á móti er æðislegt. Það er alls ekki þurrt eins og oft vill verða með glútenlaus brauð heldur er það dúnmjúkt og bragðgott. Það tekur enga stund að skella í það og...
Sænskt hrökkkex
Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu. Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli....
Hollar haframjölsbollur
Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1...
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...