Hjónabandssæla hefur lengi verið vinsæl og hér birtum við uppskrift af ómótstæðilegri hjónabandssælu í örlítið breyttri mynd eða með súkkulaði og kókos. Nú er tilvalið að nýta rababarauppskeruna og skella í þessa – algjört nammi namm! Deigið sett í botninn Rababarasulta smurð yfir deigið Saxað súkkulaði látið yfir sultuna og svo mulið deig yfir allt...
Category: <span>Eftirréttir & ís</span>
Rababara- og jarðaberjakaka
Rababara og jarðaberjakaka Mylsna yfir köku 120 g smjör 150 g ljós púðusykur 1/4 tsk salt 160 g hveiti Kakan 300 g rababari, skorinn í litla bita 300 g jarðaber, skorin í sneiðar 2 msk ljós púðusykur 190 g hveiti (ath. hveitið deilist niður) 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 85 g...
Afmæliskakan
Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo...
Skyrkakan sem slær alltaf í gegn
Þessa himnesku skyrköku bauð ég upp á í veislu sem ég var með á dögunum og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Skyrkakan inniheldur vanilluskyr, rjóma og hvítt súkkulaði sem flattera hvort annað fullkomlega. Með henni er svo frábært að bera frosin eða fersk ber að eigin vali sem auka á...
Mars twix ostakaka með karmellusósu
Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum
Hvað er betra en að byrja morguninn með dásamlegum pönnukökum. Þessar eru einfaldar í gerð og fljótlegar með bönunum og súkkulaðibitum sem gera ekkert annað en að gleðja viðstadda. Uppskriftina fann ég á allrecipes.com og sé ekki eftir því að hafa prufað þær. Frábærar með jarðaberjum og hlynsýrópi eða einar og sér. Pönnukökur með bönunum...
Oreo ostakökubitar
Ómótstæðilegir ostakökubitar sem gaman er að bjóða upp á í veislum og hentar sérstaklega vel með pinnamat, nú eða í eftirrétt með góðum kaffibolla. Þessir slá alltaf í gegn. Oreo ostakökubitar Gerir um 40 stk. 36 oreokex 4 msk smjör 900 g rjómaostur, mjúkur 200 g sykur 230 g sýrður rjómi 1 tsk vanilludropar 4...
Hinn fullkomni eftirréttur
Fyrsta matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera kom út stuttu fyrir jól og fékk frábærar viðtökur. Bókin hefur að geyma rétti sem einfalt og fljótlegt er að útbúa og þar sem hráefnum er haldið í lágmarki og flækjustiginu jafnframt. Í þessari bók má finna bragðgóðar uppskriftir að bragðgóðum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum. Í tilefni...
Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr
Bolludagur er dagur í miklu uppáhaldi hjá mér og engu minna en þegar en ég var barn. Hér er uppskrift að þessari klassísku góðu með súkkulaðiglassúr sem ætti ekki að klikka. Berið fram með góðri sultu og rjóma, nú eða vanilluís..þar er líka algjört gúmmelaði. Skotheldar vatnsdeigsbollur 100gr smjörlíki 2 dl vatn 2 dl hveiti...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Sörur Sörusystra
Það er fátt betra og jólalegra en dásamlega bragðgóðar og fallegar Sörur. Þeir sem hafa gert Sörur hafa hinsvegar eflaust lent í því að þær takast ekki sem skyldi þannig að í stað þess að eiga ánægjulega baksturstund, jafnvel í góðum félagsskap, að þá breytist þetta í streituvaldandi viðburð og mögulega Sörur sem varla eru...
Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur...
Lakrids by Johan Bülow, gjafaleikur og uppskrift af lakkrískonfekti með hvítu súkkulaði
Ég er svo spennt að fá að deila með ykkur vörum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þær koma frá danska fyrirtækinu Lakrids by Johan Bülow sem sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Algjört nammi! Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára...
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
Gestabloggarinn Berglind Sigmars
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Berglind Sigmars sem gaf nýverið út bókina Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar. Berglind er fjögurra barna móðir og mikil áhugamanneskja um heilsu og matargerð. Hún hefur mikla reynslu af því að elda hollan mat og aðlaga uppáhaldsrétti barnanna að hollara og næringarríkara mataræði. Í þessari einstöku bók hefur hún notið aðstoðar eiginmanns...