Ég hef sagt það áður og segi það aftur ég ELSKA rétti sem maður getur galdrað fram á núll einni og bragðast dásamlega. Hér er einn slíkur….já og enn eitt uppáhaldið. Það má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt. Frábær ísréttur í matarboðið eða kósýkvöld fjölskyldunnar. Ísréttur með hindberjum og karmellusósu 1...
Category: <span>Eftirréttir & ís</span>
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís....
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Boudin brownies
Ég biðlaði til ykkar á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hvaða uppskrift ykkur langaði að sjá á síðunni. Ég fékk þar skemmtilegar tillögur sem ég er ætla svo sannarlega að nýta mér á komandi vikum. Ein tillagan var að fá inn fleiri kökuuppskriftir….helst ekki hollar. Að sjálfsögðu bregst ég...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Magnað mangó sorbet
Þetta er ísinn sem þið viljið vera að borða og bjóða upp á í sumar. Milt mangóbragð og fersk berjasósa gera þennan krapís gjörsamlega ómótstæðilegan. Hann er ofureinfaldur í gerð en gott að vinna sér hann í haginn áður en hans er notið, þar sem að hann þarf sinn frystitíma. Skellið í þennan og njótið!...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Draumabitar
Þessa kalla ég draumabita, enda er það að borða þá draumi líkast. Stökkar kornflögur, gróft hnetusmjör, ilmandi kókosmjöl, dásamlegt súkkulaði og rennandi síróp, þarf ég að segja eitthvað meira…já þessir eru rosalegir!!! Það er svosem alveg nóg að fá sér bara 1-2 bita með góðum kaffibolla, en þeir eru hættulega ávanabindandi þannig að það er...
Holl og himnesk súkkulaðikaka
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Jarðaberja & kókosísinn
Jarðaberja og kókosísinn er í uppáhaldi á heimilinu. Það er leikur einn að gera hann og ekki þörf á neinum sérstökum græjum fyrir utan matvinnsluvél og snilld hversu fljótlegt það er. Þessi er ferskur og meinhollur og á að borðast með sérstaklega góðu samviskubiti. Hér er enginn viðbættur sykur, en bragðið engu að síður perfecto!...
Holla & dásamlega karmellukakan
Þessi uppskrift er ein af þeim sem “had me at helloooooooooo”! Þvílík dásemd sem þessi hráfæðikaka er og hver hefur ekki áhuga á hollri karmelluköku? Uppskriftina fékk ég frá henni Margréti Rósu Haraldsdóttur sem segir hana vera sína uppáhalds og hafði hún hana meira að segja í eftirrétt á aðfangadag og það hlýtur nú að...
Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma
Bolludagurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Það er hinsvegar einfalt að klúðra þessum bakstri og því kem ég hér með uppskrift sem ætti ekki að klikka og er virkilega góð. Vatnsdeigbollur með hindberjarjóma 12 stk 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg (ég nota yfirleitt 2)...
Súkkulaðimúsin sem var gerð úr kasjúhnetum
Einstaka sinnum dett ég inn á uppskriftir úr hráfæðisgeiranum sem ég verð bara að prufa og þessi súkkulaðikasjúhnetumús er ein af þeim. Það tók ekki langan tíma að gera þessa þó svo að hneturnar hafi þurft að liggja í bleyti. Útkoman var bragðgóð og ljúf súkkulaðimús sem vert er að prufa. Kasjúhnetusúkkulaðimús 1 bolli kasjúhnetur,...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
SúkkulaðibitaBomba
Ommnommmnommm……þessi eftirréttur er fyrir alla eftirrétta elskendur þarna úti. Það tekur enga stund að skella í eina svona dásamlega stökka súkkulaði-karmellusnilld og upplifunin er himnesk. Skelltu tveimur stjörnuljósum í og þú ert komin með áramótaréttinn þetta árið. Það er engin þörf fyrir fleiri orð…þessi selur sig alveg sjálf! SúkkulaðibitaBomban 1 bolli = 230 ml 230...
Súkkulaði-espresso kökur
Kaffi-súkkulaði, súkkulaði-kaffi…hvort kemur á undan skiptir engu máli, en þegar þessi tvö hráefni koma saman er veisla hjá bragðlaukunum. Ég rakst á þessar litlu dásamdarkökur á netinu og vissi að þær yrði ég að prufa. Viti menn 10 mínútum síðar voru þær að mestu tilbúnar (og næstum búnar) enda þurfa þær ekki að fara inní...
Einfaldi eftirrétturinn
Það er erfitt að trúa því að þessi réttur hafi aðeins tekið 5 mínútur! Þessi eftirréttur er svo einfaldur í undirbúningi. Að auki er hann bragðgóður, lítríkur, fallegur og pottþétt hollur líka. Hér getur ekkert klikkað. Hægt er hægt að leika sér með framsetninguna t.d. bera hann fram í litlum sultukrukkum eða í snaps glösum,...
Jógúrtpönnukökur með vanillusýrópi
Ljúffengur pönnukökubröns! Amerískar pönnukökur standa alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift að amerískum jógúrtpönnukökum og heimagerðu vanillusýrópi svíkur engan. Þið gætuð hugsanlega verið eins og ég og velt því fyrir ykkur af hverju þið ættuð mögulega að nenna að gera ykkar eigið sýróp þegar þið getið farið út í búð og keypt gott sýróp án...