Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu
Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift af nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið, einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld. Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu 700 g nautakjöt 2 tsk fínrifinn appelsínubörkur 120 ml appelsínusafi 50...
Shakshuka
Hún Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er næsti gestabloggari hjá okkur. Ásta er viðskiptafræðingur að mennt og með brennandi áhuga á handavinnu og mikil áhugamanneskja í eldhúsinu. Hér er hún með uppskrift af girnilegu Shakshuka sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Shakshuka Ég hef sérstakt fetish fyrir því að finna uppskriftir sem eru í senn – fljótlega, hollar,...
Fish and chips með jógúrtsósu og heimagerðum frönskum
Fiskur og franskar eru hinn fullkomni réttur þegar þið viljið reyna að vinna upp fiskneysluna án þess að missa ykkur i hollustunni. Fiskurinn er stökkur og ferskur með nýkreystri sítrónu og hér toppaður með dásamlegri sósu sem er einföld í gerð og heimagerðum frönskum. Réttur sem er bestur í góðum félagsskap og ekki verra...
Rababarakaka með marengstoppi
Það eru eflaust þó nokkrir sem eiga birgðir af rababara frá því í sumar. Ég er reyndar ekki svo lánsöm, en rakst hinsvegar á frosinn rababara í búð á dögunum og fékk skyndilöngun í góða rababaraköku. Þessi kaka er búin að vera á to do listanum mínum í ansi langan tíma og nú var komið...
Vegan “Baileys”
Baileys var alltaf í miklu uppáhaldi hjá eiginmanninum mínum áður en hann fékk mjólkuróþol. Þess vegna langaði mig endilega að prófa að gera mjólkurlausa útgáfu og hún heppnaðist heldur betur vel. Hann elskar þessa uppskrift og fullyrðir að þetta sé jafn gott og baileys sem maður kaupir. Njótið vel. Kveðja – Anna Rut. Vegan “Baileys”...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu
Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa. Hráfæðibomba Helgu Gabríelu Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er...
Vegan osturinn sem slær í gegn!
Hver hefði trúað að hægt væri að búa til gómsætan ost úr gulrótum og kartöflum…..ég var a.m.k. skeptísk í fyrstu en eftir að hafa prófað varð ekki aftur snúið og núna er þetta uppáhalds vegan osturinn hjá minni fjölskyldu. Þessi ostur minnir skuggalega mikið á gulu nacho ostasósuna sem maður fær í bíó og er...
Tælensk fiskisúpa
Þessi dásamlega fiskisúpa er hin besta byrjun á góðu ári. Hún er ofureinföld í gerð og svo fersk og bragðgóð að ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur eins og hún gerði hjá mér og minni fjölskyldu. Hún er létt í maga og meinholl sem skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef þið...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Ómissandi Kornflex smákökur með súkkulaði og kókos
Einn hluti af jólabakstrinum felur í sér að baka þessar bragðgóðu Kornflex smákökur, þær eru ekki nýjar af nálinni en alltaf svo bragðgóðar og sérstaklega einfaldar í gerð. Það er líka svo gaman þegar krakkarnir verða sjálfstæðir í eldhúsinu og þessar geta krakkarnir auðveldlega gert þessar með lítilli aðstoð. Algjörlega þess virði að prufa. Kornflex...
Hindberja tiramisu
Hugmyndir að einföldum eftirréttum sem slá í gegn eru ávallt kærkomnar og því ekki úr vegi að birta þessa uppskrift af hindberja tíramísu. Þessi eftirréttur hefur það allt, hann er einfaldur, fallegur, ferskur og hátíðlegur eftirréttur sem sómar sér vel á veisluborðið og vekur mikla lukku hjá þeim sem hann bragða. Hindberja tíamísú 6 eggjarauður...
Draumaréttur á aðeins 15 mínútur
Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu. Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og...
Sænskt hrökkkex
Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu. Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli....
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...