Er ekki kominn tími á gott pizzakvöld? Þessi uppskrift er mitt nýja uppáhald. Þunnur stökkur botn og ómótstæðileg en um leið ofureinföld tómatchilí pizzasósa gera þessa aðeins öðruvísi og svei mér þá ef ekki aðeins betri. Í þessari uppskrift notum við gróft spelt og durumhveiti eða pizzahveiti en auðvitað getið þið leikið ykkur að því...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Heimsins besta kjúklingasalatið
Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat...
Hin fullkomna steik á 6 mínútum
Í eldamennskunni sem og öðrum hlutum í þessu lífi hefur maður ákveðnar hamlanir og hvað eldamennskuna varðar eru mínar hamlanir klárlega steikur og sósur. Það kitlaði mig samt eitthvað þegar ég rakst á uppskrift að hinni fullkomnu nautasteik “for dummies”. Þarna var mögulega eitthvað fyrir mig. Ég brunaði því út í búð og keypti í...
Avókadó franskar sem rokka
Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar...
Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”
Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan. Girnilegar sítrónubollakökur Sumarlegar sítrónu bollakökur 1 1/3 bolli hveiti ½ tsk lyftiduft ¾ tsk matarsódi ¼ tsk salt ¼...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Chia súkkulaðitrufflur
Þessar dásamlegu Chia súkkulaðitrufflur gerði ég fyrir nokkru síðan og hafa síðan þá verið þarfaþing í kælinum þegar að sykurpúkinn gerir vart við sig. Þær eru ofureinfaldar en svo dásamlega bragðgóðar. Mæli með því að þið prufið þessar. Girnilegar chia súkkulaðitrufflur Chia súkkulaðitrufflur 1 bolli döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu ¾ bolli möndlur 3 msk kakóduft...
Hið fullkomna eggjaostabrauð
Sunnudagar sem byrja hægt og rólega með góðu kaffi, flettingu fréttablaða og góðum morgunmat eru voðalega indælir. Þetta eggjaostabrauð smellpassar inn í þannig morgun. Það er ofureinfalt í gerð og bráðnar í munni. Ég bar það fram með melónum, parmaskinku og skellti smá hlynsírópi yfir brauðið….og dagurinn byrjar vel. Hið fullkomna eggjaostabrauð 2 stór egg...
Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu
Þessar tortillur með kínóa, sætkartöflum og kóríanderdressingu eru svo dásamlega nærandi, litríkar og bragðgóðar og slá auðveldlega í gegn. Frábær sem kvöldmatur, í saumaklúbbinn, nesti í vinnuna og svona mætti lengi telja. Ofureinfaldar í gerð en ó svo góðar!!! “Dinner prepp” Gúmmelaði raðað á tortilluna Toppað með dásamlegri kóríandersósu Ekki eftir neinu að bíða….let’s dig in!...
Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka
Fyrir okkur sem elskum Oreokexkökur, hnetusmjör og rjóma og allt sem tekur enga stund að gera að þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur. Himnesk, einföld og unaðslega góð Oreo ostakaka með hnetumjörrjóma og salthnetum. Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka 20 stk Oreo kexkökur 60 g smjör, brætt 225 g...
Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
Með sumrinu kemur sólin og sumarpartýin, þá er nú aldeilis gaman að eiga uppskrift af góðri ídýfu sem hægt er að bera fram með baquette eða nachos. Þessi spínatídýfa með mozzarellaosti og beikonkurli er lauflétt í gerð en ómótstæðilega góð. Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli 8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar...
Bananakaka með möndlu- og döðlubotni toppuð með kókossúkkulaðikremi
Hvort sem þið elskið eða elskið ekki hrákökur, þá munið þið öll elska þessa sælu. Þessi dásamlega kaka er stútfull af góðri næringu eins og möndlum, döðlum, eggjahvítum, kókosmjólk og bönunum. Hún er einföld í gerð og algjört sælgæti í munni. Bananakaka með möndlu- og döðlubotni og kókossúkkulaðikremi 4 þeyttar eggjahvítur 1 dl döðlumauk (heitu vatni...
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa. Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum Dásamlegt á kex eða brauð Spicy...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan. Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott...
Popp múslístöng
Múslíbitar með poppi er hin mesta snilld. Stútfullir af góðri næringu eins og möndlusmjöri, kókosmjöli, graskers-, sólblóma- og hörfræjum, möndlum og poppaðir upp með poppi. Dásamlega bragðgóðir og eitthvað sem þið verðið að prufa. Poppkex 240 g möndlusmjör 60 ml agave sýróp 50 g eplamauk, ósætt 5 bollar popp, poppað 200 g möndlur,...
Einföld karamellu kókossósa
Nú má ég til með að deila með ykkur uppskrift af dásamlegri karamellusósu með kókosbragði sem er bæði einföld og fljótleg í gerð. Sósan er fullkomin út á ísinn, til að dýfa eplum í eða jafnvel bara ein og sér. Sósan geymist í kæli í lofttæmdum umbúðum í alla að 7 daga og má hita...
Amerískar pönnukökur á 5 mínútum
Helgin, kaffi og amerískar pönnukökur. Það er eitthvað svo dásamlega rétt við þá blöndu. Hér er uppskrift af ótrúlega einföldum, djúsí og bragðgóðum amerískum pönnukökum sem vekja lukku. Njótið vel og eigið yndislega helgi. Amerískar pönnukökur á 5 mínútum Gerir um 16 stk 1 msk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk sykur 2...