Snillingurinn hún Silla sem heldur úti blogginu Sillumatur sló rækilega í gegn á dögunum þegar hún var gestabloggari hér á GRGS með Besta kjúklingarétti EVER. Hún gaf mér jafnframt uppskrift af einum af sínum uppáhalds eftirréttum en það er marengs með berjarjóma sem er fullkominn í einfaldleika sínum og birtist nú hér fyrir ykkur að njóta....
Category: <span>Gestabloggarinn</span>
Besti kjúklingaréttur EVER!
Það er kominn tími til að bjóða velkominn til okkar næsta gestabloggara með rétt sem ég held ég gæti ekki verið spenntari að kynna, en það er matgæðingurinn og snillingurinn hún Sigurlaug Jóhannesdóttir sem heldur úti hinu dásamlega bloggi Sillaskitchen. Silla elskar mat og allt sem tengist honum hvort sem það er að borða hann...
Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld
Gestabloggararnir koma nú hver á fætur öðrum með sína snilldaruppskrift. Hér er á ferðinni sjúklega girnileg uppskrift af laxi með rjómaosti og hnetukurli sem einfaldur og fljótlegur í gerð og allir ættu að ráða við. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga hjónin Tinna Guðjónsdóttir og Gunnar Gíslason en þau eyða ófáum stundum í eldhúsinu sem er...
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...
Pizza bianca með heimagerðri hvítlauksolíu, klettasalati og parmaskinku
Gestabloggarinn að þessu sinni er hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti matarblogginu Læknirinn í eldhúsinu en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Læknirinn í eldhúsinu og inniheldur nýjar og freistandi uppskriftir. Alls 500 blaðsíður af nautn og rjóma. Kjöti og safa. Sósum og unaði. Kryddum og kitlandi sælu. Ostum, lundum, hvítlauk...
Gestabloggarinn Berglind Sigmars
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Berglind Sigmars sem gaf nýverið út bókina Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar. Berglind er fjögurra barna móðir og mikil áhugamanneskja um heilsu og matargerð. Hún hefur mikla reynslu af því að elda hollan mat og aðlaga uppáhaldsrétti barnanna að hollara og næringarríkara mataræði. Í þessari einstöku bók hefur hún notið aðstoðar eiginmanns...
Gestabloggarinn Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Gestabloggarinn Steinlaug Högnadóttir í Víetnam
Ég held ég geti ekki verið mikið spenntari að kynna til leiks næsta matgæðing og gestabloggara, en það er hún Steinlaug Högnadóttir lögfræðinemi sem að þessu sinni fær þetta hlutverk. Hún gerir reyndar gott um betur og deilir með okkur matartengdri ferðasögu sinni um Víetnam sem hún ferðaðist um á síðasta ári. Steinlaug sendi mér fullt...
Gestabloggarinn Kári Gunnarsson
Þá er komið að því að setja gestabloggarann aftur í gang eftir gott jólafrí. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hversu vel tekið er í þennan hluta og hvað fólk eru tilbúið að taka þátt í því að gefa okkur hinum sína góðu uppskrift. Að mínu mati gefur þetta síðunni þetta auka “töts” og...
Gestabloggarinn Finnur Þór Vilhjálmsson
Það er mér sönn ánægja að kynna til leiks næsta gestabloggara og matgæðing sem að þessu sinni er Finnur Þór Vilhjálmsson, lögfræðingur. Hann er snillingur í eldhúsinu og tekst að galda fram dýrindis rétti úr hverju sem er án, að því er virðist, nokkurrar fyrirhafnar. Hér eldar hann gómsætan rétt með lambahjörtum, fleski, döðlum og...
Gestabloggarinn Högni S. Kristjánsson
Gestabloggarinn að þessu sinni er matgæðingurinn Högni S. Kristjánsson lögfræðingur. Högni er mikill áhugamaður um matargerð og duglegur að prufa sig áfram með nýja og spennandi rétti og það er ávallt tilhlökkunarefni að vera boðið í mat til hans, enda á maður þar alltaf von á góðu. Ég er svo glöð með að hann skyldi...
Gestabloggarinn Ása M. Reginsdóttir
Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...
- 1
- 2