Fyrir mér er fátt betra en góður asískur réttur. Kostirnir við asíska matargerð eru margir en þó helst þeir að maturinn er einfaldur í gerð, meinhollur og bragðast dásamlega. Allt sem við elskum við asíska matargerð er nú samankomið í þessum dásemdar kjúklingarétti sem er mildur og bragðgóður og betri en nokkur take away sem...
Category: <span>Kjúklingur</span>
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur
Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur. Þessi...
Ótrúlegur kjúklingaréttur á núll einni
Jæja þá er óhætt að segja að haustið sé mætt til okkar. Það er farið að dimma, kólna örlítið og af og til lætur rigningin í sér heyra. Eftir þetta yndislega sumar getur maður samt ekki annað en þakkað fyrir það sem við þó fengum og nú er bara að setja sig í annan gír og...
Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni
Nú ættu aðdáendur beikons að gleðjast því hér kemur uppskrift að virkilega bragðgóðum stir fry kjúklingarétti með stökku beikoni. Rétturinn nær svo fullkomnu jafnvægi með hrísgrjón í meðlæti. Njótið vel. Stir fry kjúklingaréttur með stökku beikoni Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni 700 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (frystivara sem fæst í flestum matvöruverslunum)...
Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu
Þó það sé sumar er ágætt að gefa grillinu smá frí og þessi tælenski réttur sem hefur um leið smá indverskt yfirbragð er dásemdin ein. Rétturinn er mjög fljótlegur í gerð og ofureinfaldur en bragðið af kókoskasjúhnetusósunni er slíkt að það er eins og þið hafið verið að nostra við réttinn í margar klukkustundir. Njótið...
Litríki kjúklingarétturinn
Þá er komið að því…ég er komin í sumarfrí. Stefnan er sett á skemmtilegt ferðalag um Ísland þar sem ég mun heimsækja nokkra spennandi veitingastaði sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Eitthvað sem getur svo vonandi nýst ykkur síðar meir. Fylgist endilega með ferðalagi GulurRauðurGrænn&salt á Instagram. Reyndar er það svo að eftir því...
Heimsins besta kjúklingasalatið
Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Grillaður bjórkjúklingur
Á þessum fyrsta degi sumars eru margir sem taka fram grillið. Við stefnum á að vera dugleg að birta góðar grilluppskriftir í sumar og það er ekki úr vegi að koma með ómótstæðilega uppskrift af þessum góða kjúklingi sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Leynitrixið felst í marineringunni og voðalega gott að gefa sér smá...
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan. Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa
Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku. Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry 3 msk...
Kjúklingur eldaður í mjólk að hætti Jamie Oliver
Kjúklingur eldaður í mjólk…er það eitthvað? Það gat að minnsta kosti ekki annað en vakið forvitni mína og þegar meistari Jamie Oliver segir að maður megi alls ekki láta þennan kjúklingarétt fram hjá sér fara hlýtur maður að fara eftir því. Þetta hljómar klárlega öðruvísi en eftir að hafa lesið allar jákvæðu umfjallanirnar frá fólki...
Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil
Himnasending á dögum þar sem eldamennskunennan er í lágmarki en þörfin fyrir eitthvað himneskt og hollt er í hámarki. Þetta er rétturinn!!!! Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil 1 kg kjúklingabringur, skornar í litla bita 3-4 hvítlauksrif, söxuð 1 rautt chili, saxað smátt (fræhreinsað ef þið viljið hafa réttinn mildan=barnvænan) 2 msk rautt karrýmauk,...
Skál með allskonar gúmmelaði
Í kvöld gæddum við fjölskyldan okkur á þessum dásamlegri kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum. Réttur sem ég rakst á þegar ég var að skoða síðuna food52 og var einn af verðlaunaréttum þar. Í fyrstu virkaði rétturinn flókinn enda allnokkur krydd sem maður þarf að eiga en ég notaðist bara að mestu við þau sem...
Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi
Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...