Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið...
Category: <span>Kökur & smákökur</span>
Besta eplakakan
Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Mæli með því að þið gerið...
Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr
Þessar hindberjasnittur færa mig aftur um nokkur ár. Til tíima þegar hraðinn var minni, ömmur sátu og prjónuðu, sólin skein allt sumarið og þegar varla var hægt að opna hurðina fyrir snjó á veturnar…..ahhh þú ljúfa nostalgía. En nóg um það, kökurnar eru jafn góðar og mig minnti ef ekki bara betri. Stökkar með hindberjamarmelaði...
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Þessi dásemdar bananakaka er ein sú allra auðveldasta og reyndar það auðveld að börn geta auðveldlega spreytt sig í eldhúsinu meðan foreldrarnir taka því rólega (snilld eða snilld?). Hún er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fær okkar bestu meðmæli. Það er misjafnt hvernig form ég nota undir hana, stundum hringlaga, ferkantað eða brauðform, allt...
Brownies – þær bestu!
Undursamlega góðar brownies sem ég vil meina að séu þær allra bestu. Ofureinfaldar í gerð en bráðna í munni. Hægt að bæta við hnetum sé þess óskað en á mínu heimili er vinsælast að hafa þær án þeirra. Njótið xxxx Bestu brownies 100 g smjör 2 egg 3 dl sykur 1 ½ dl hveiti...
Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma
Hér er á ferðinni dásamleg súkkulaðikókoskakan með hindberjarjóma sem gleður bragðlaukana. Tilvalin…alltaf! Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma 60 g dökkt súkkulaði, saxað smátt 70 g kakóduft 1 msk kaffi 180 ml heitt vatn 240 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon 180 hveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk natron 1 tsk salt 85 g smjör,...
Hafra- og kókoskökur sem ekki þarf að baka
Mikið sem það er gott að fá þriggja daga helgi. Er bara búin að hafa það dásamlegt og algjörlega búin að endurhlaða batteríin. Fékk tiltektaræði, sem gerist 1 sinni á öld hjá mér og því tók ég því fagnandi. Í gær fylgdist ég með vinkonum mínum næla sér í MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík...
Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”
Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan. Girnilegar sítrónubollakökur Sumarlegar sítrónu bollakökur 1 1/3 bolli hveiti ½ tsk lyftiduft ¾ tsk matarsódi ¼ tsk salt ¼...
Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka
Fyrir okkur sem elskum Oreokexkökur, hnetusmjör og rjóma og allt sem tekur enga stund að gera að þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur. Himnesk, einföld og unaðslega góð Oreo ostakaka með hnetumjörrjóma og salthnetum. Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka 20 stk Oreo kexkökur 60 g smjör, brætt 225 g...
Bananakaka með möndlu- og döðlubotni toppuð með kókossúkkulaðikremi
Hvort sem þið elskið eða elskið ekki hrákökur, þá munið þið öll elska þessa sælu. Þessi dásamlega kaka er stútfull af góðri næringu eins og möndlum, döðlum, eggjahvítum, kókosmjólk og bönunum. Hún er einföld í gerð og algjört sælgæti í munni. Bananakaka með möndlu- og döðlubotni og kókossúkkulaðikremi 4 þeyttar eggjahvítur 1 dl döðlumauk (heitu vatni...
Þriggja laga hráfæðinammi!
Það er alltaf svo gaman að vera spenntur fyrir uppskriftum sem maður veit að eru 100% “success”. Svona uppskriftir sem allir elska og þú öðlast 15 mínútna frægð í vinahópnum eða á vinnustaðnum. Þetta er einmitt þannig uppskrift…þú skilur um leið og þú smakkar….ummmmmm! Þriggja laga hráfæðinammi með möndlu og döðlubotni, hnetumulningi og súkkulaðisósu. Hollt...
Amerískar pönnukökur á 5 mínútum
Helgin, kaffi og amerískar pönnukökur. Það er eitthvað svo dásamlega rétt við þá blöndu. Hér er uppskrift af ótrúlega einföldum, djúsí og bragðgóðum amerískum pönnukökum sem vekja lukku. Njótið vel og eigið yndislega helgi. Amerískar pönnukökur á 5 mínútum Gerir um 16 stk 1 msk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk sykur 2...
Frönsk súkkulaðikaka með karamellufyllingu
Er ekki til eitthvað sem heitir mánudagskaka? Ef ekki þá búum við það til hér með og bjóðum ykkur uppskrift af himneskri mánudagsköku. Kakan er í ætt við frönsku dásemdina sem við þekkjum flest og elskum að baka því hún er ávallt svo fljótleg en um leið svo dásamlega góð. Þessi er svo uppfærð útgáfa...
Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum
Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Snúðar betri en úr bakaríi
Uppskriftina af bestu snúðunum má nú einungis nálgast hjá upprunalegum höfundi: https://vallagrondal.is/snudar-betri-en-ur-bakariinu/
Gerbollur með vanilluís og Pipp karamelluglassúr
Ómótstæðilegar gerbollur fyrir bolludaginn með vanilluís og Pipp karamelluglassúr… Gerbollur með vanilluís og karamelluglassúr 15-18 stk 100 g smjörlíki 3 dl mjólk 50 g þurrger 1 egg 75 g sykur 1 tsk salt 500 g hveiti 1 tsk kardimommudropar Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg,...
Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm. Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi 10-12 stk. 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við...