Það er að mínu mati fátt sem toppar byrjun á góðum degi en að gæða sér á eggjum. Eggin innihalda fullt hús matar og eru próteinrík, innihalda a, b2, b6, b12 og d vítamín, fólínsýru, járn svo eitthvað sé nefnt. Eggin gefa okkur gott start á daginn og svo eru þau bara svo dásamlega bragðgóð,...
Category: <span>Morgunmatur</span>
Jólamúslíið hennar Bergþóru með pekanhnetum og súkkulaði. Hin fullkomna matarjólagjöf
Ég þreytist ekki á að tala um það hvað ég er þakklát fyrir uppskriftirnar sem koma frá ykkur kæru lesendur. Þið gerið GulurRauðurGrænn&salt – það er bara þannig! Ég rakst á þessa uppskrift að dásamlegu jólamúslíi með pekanhnetum og súkkulaði á Instagram hjá henni Bergþóru og blikkaði hana til að gefa okkur uppskriftina. Það þótti...
Eygló Hlín gerir geggjaðar kókospönnslur
Það er svo gaman að fá sendar skemmtilegar uppskriftir frá ykkur elsku lesendur. Þið gerið GulurRauðurGrænn&salt að frábærum uppskriftavef. Ef þið lumið á einhverjum perlum verið ófeimin að senda mér línu á berglind@grgs.is og hver veit nema ykkar uppskrift birtist á vefnum. Hún Eygló Hlín er mikill matgæðingur og hér kemur hún með uppskrift að...
Besta eggjahræran!
Það er fátt betra en að byrja daginn á góðri eggjahræru. Egg eru næringarrík og innihalda fullt af vítamínum, þau eru próteinrík og innihalda kólín sem er nauðsynlegt næringarefni en margir eru ekki að fá nóg af. En eggjahræra er sko ekki það sama og eggjahræra og eftir að þið hafið prufað þessa uppskrift skiljið...
Collagen chia grautur með hindberjum
Mig langar að deila með ykkur uppskrift af uppáhalds morgunverðagrautnum mínum. Hann er svo dásamlega einfaldur í gerð og stútfullur að góðri næringu eins og möndlum, hindberjum, hörfræjum, chiafræjum, höfrum, rúsínum, hindberjum og Feel Iceland Amino Marine Collagen duft sem kemur frá íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Ankra. Grauturinn er gerður að kvöldi einfaldlega með því að blanda...
Græna sólin – magnaður morgundrykkur
Dagarnir byrja að mínu mati vel með góðum og saðsömum morgundrykk og þessi er alveg frábær. Græna sólin er stútfull af góðri næringu eins og Orku Þrennunni, möndlumjólk, döðlum, hampfræjum og hnetusmjöri. Svei mér þá ef við erum ekki að tala um alveg nýtt uppáhald. Þennan verðið þið að prufa. Nýlega kom á markaðinn Orku...
Hið fullkomna eggjaostabrauð
Sunnudagar sem byrja hægt og rólega með góðu kaffi, flettingu fréttablaða og góðum morgunmat eru voðalega indælir. Þetta eggjaostabrauð smellpassar inn í þannig morgun. Það er ofureinfalt í gerð og bráðnar í munni. Ég bar það fram með melónum, parmaskinku og skellti smá hlynsírópi yfir brauðið….og dagurinn byrjar vel. Hið fullkomna eggjaostabrauð 2 stór egg...
Sælgætis múslíbitar
Þessir múslíbitar hafa vinninginn þegar múslíbitar eru annars vegar. Þeir innihalda hafra, fræ, hnetur, rúsínur og hlynsíróp sem nær að vera fullkomnun ein og sér en við bætum um betur og dreipum smá hvítu súkkulaði yfir bitana að auki. Þessir múslíbitar eru svo ólýsanlega góðir að hér þarf að tvöfalda uppskriftina ef þeir eiga að...
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Ofnbakaði hafragrauturinn með ferskum jarðaberjum hefur verið í miklu uppáhaldi en eftir að ég uppgötvaði þennan hafragraut með hindberjum og kókosmjólk að þá hefur samkeppnin harðnað. Uppskriftin kemur frá matarbloggurunum...
Meinholl morgunverðarskál
Eftir marga yndislega og ljúfa sólar- og sumarfrísdaga, með tilheyrandi slökun á heilsusamlegu matarræði, er nú loks komin tími til að komast aftur á rétta sporið. Það er fátt betra en að byrja daginn á næringarríkum morgunverði og þessi uppskrift er í svooooo miklu uppáhaldi. Ekki aðeins gleður þessi girnilega morgunverðarskál augað, heldur einnig bragðlaukana....
Ofnbakaður hafragrautur með ferskum jarðaberjum
Nú skulu þið setja ykkur í stellingar kæru lesendur því ég ætla að gera á ykkur smá próf. Setjist niður, róið hugann og prufið í eina mínútu að hugsa um allt nema….bleikan fíl. Það ætti ekki að vera mikið mál enda, í alvörunni, hver hugsar nokkurn tíman um bleikan fíl??? Látið mig vita hvernig þetta...
Ólífubollur með pestó og parmesan
Þessar brauðbollur hef ég bakað í nokkur ár og haft gaman af, sérstaklega þar sem þær eru svo dásamlega einfaldar í gerð og þrusuhollar. Það er gaman að bjóða upp á þær með góðum mat eins og súpum nú eða borða þær bara í kaffinu. Ólífubollur með pestó og parmesan 5 dl spelthveiti 2 tsk vínsteinslyftiduft...
Heimalagað múslí
Heimalagað múslí! Það er eitthvað sem ég hef ótrúlega gaman af því að gera. Einfaldari gerast hlutirnir ekki og svo gaman að geta stjórnað því sem maður lætur út í múslið. Innihaldið og hlutföllin eru alls ekki heilög í uppskriftinni. Aðeins meira af rúsínum, engar rúsínur, smá kósos, fullt af kókos, engar hnetur, mikið af...
Hægeldaður hafragrautur úr stálslegnum höfrum
Í nokkurn tíma hafa netmiðlar lofað hafragraut úr höfrum sem heita steel cut oats eða stálslegnir hafrar. Þeir eru talsvert hollari en þeir hafrar sem við erum vön enda lítið sem ekkert unnir og fá að viðhalda sínu náttúrulega bragði og lögun. Þeir eru trefjaríkari, járnríkari og almennt næringarríkari en malaðir hafrar og glúteinlausir að...