Sumardagurinn fyrsti á sérstakan stað í mínu hjarta og er að mínu mati aðeins öðruvísi en hinir dagarnir. Ég vil meina að ég hafi fæðst á þessum degi (óstaðfest) og hafi því fengið í vöggugjöf jákvætt hugarfar sem hefur gagnast mér einstaklega vel í gegnum lífið (staðfest). Svona sól í hjarta þó úti hafi verið...
Category: <span>Pasta</span>
Ostafyllt ravioli með beikonkurli í tómatrjómasósu
Þessi dásemdar pastaréttur er sannkallaður boðberi sumarsins. Kælt hvítvín, þessi uppskrift og gott súrdeigsbrauð og volá – þið eruð komið með hinn besta veislumat sem er tiltölulega góður fyrir budduna, fáránlega fljótlegur og ó-svo bragðgóður. Ég notaði ferska basilíku því hún setur að mínu mati punktinn yfir i-ið þegar pastaréttir eru annars vegar en hitt...
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...
Spaghetti með hvítlauk, chilí og valhnetupestói
Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Notalegur thai núðluréttur
Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...
Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu
Sumarið er smátt og smátt að detta inn og mikið sem það er dásamlegt. Góður matur er að mínu mati stór hluti af góðu sumri og svo gaman að hóa góðu fólki saman og gæða sér á góðum mat. Þessi pastaréttur er frábær sumarréttur. Hann er mjög einfaldur í gerð og inniheldur meðal annars kjúkling, beikon...
Penne pasta í tómatrjómasósu
Þessi pastauppskrift er ein af uppáhalds pastaréttum mínum. Hún kemur úr smiðu The Pioneer Woman sem er haldið út af Ree Drummond sem er mjög vinsæll matarbloggari. Ég get svo næstum þvi svarið það að allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju er dásemdin ein. Uppskriftin sem hér birtist er frábær pastaréttur í rjómasósu...
Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum
Ómæ…það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já …aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn...
OMG pasta
Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum. Þessi pastauppskrift er...
Pastasalatið sem allir elska
Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna....
Ljómandi lasagna með rjómaostasósu
Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
Pepperoni pasta í piparostasósu
Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Kjúklingapasta í rjómaostasósu með spínati og stökkum beikonbitum
Þessi pastaréttur er hreinn unaður og færir mann aðeins nær Ítalíunni yndislegu. Hann er einfaldur í gerð og fullkominn í gott matarboð án mikillar fyrirhafnar. Parmesan rjómasósan er með hvítlauk, spínati og ferskum tómötum og síðan er pasta bætt saman við og endað á kjúklingabitum, stökku beikoni og basilíku. Getur ekki klikkað og mun ekki...
Ómótstæðilegt spínatlasagna á mettíma
Ef þið vilijð hollan, góðan og dásamlega fljótlegan rétt með fáum hráefnum þá mæli ég með þessu spínatlasagna. Rétturinn tekur um 10 mínútur í gerð en gefur ekkert eftir í gæðum. Hér skiptir miklu máli að nota góða pastasósu, jafnvel heimatilbúna ef þið hafið tíma í það og ekki sakar að bera réttinn fram með góðu...