Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Category: <span>Pasta</span>
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Ostafyllt ravioli með rjómalagaðri graskerssósu
Rrrravioli! Gæti verið nafn á fiðlusnillingi eða hjartaknúsara en er þó miklu bitastæðara í raun. Rekja má sögu þess aftur til einkabréfa auðugs vopnasala og listaverkakaupmanns í Toskana á 14 öld og við páfakjörið 1549 (Júlíus III páfi, einhver?) var það á borðum með soðnum kjúklingi. Eintalan er „raviolo“ – en hver borðar svo sem...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
Tillaga að helgarmatnum
Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki. Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu Þetta...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Tagliatelle með kjúklingi, þistilhjörtum, sólþurrkuðum tómötum og rjómalagaðri hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni vinsæll pastaréttur með einni útgáfu af hinni frægu Alfredo sósu. Matarmikill réttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og þistilhjörtum toppað með rjómalagaðri hvítlaukssósu og beikonbitum. Að sjálfsögðu má leika sér með hráefnin og oft bæti ég sveppum saman við. Sósuuppskriftin er vel stór enda misjafnt hversu mikið af sósu fólk kýs með...
Pastarétturinn sem átti fullt af vinum!
Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð. Ég nota matvinnsluvél við...
Lasagna meistaranna
Það verður að viðurkennast að ég hef lengi átt í ástar-/haturssambandi við lasagnagerð. Það er nefninlega þannig að þegar kemur að bestu lasagnauppskriftinni að þá er það lasagna hennar mömu ávallt vinninginn (það kannast örugglega fleiri við það). Hún gerir lasagna eins og enginn annar. Ég hef fengið uppskriftina hjá henni sem er að hennar...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Pasta alla vodka
Þið þurfið ekki að leita lengi til að finna uppskrift að pastarétti sem inniheldur hráefnið vodka. Matgæðingar keppast um að lofa pastasósuna og hún hefur birst í ófáum matreiðslubókum. Það er ekki að undra því uppskriftin er dásamleg og ótrúlegt hvað góð pastasósa getur gert mikið fyrir einfalt spaghetti. Á stuttum tíma er komin þessi...
Letipasta
Ég er alveg ótrúlega spennt að kynna uppskriftina að þessum dásamlega pastarétti fyrir ykkur. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hér gengur allt upp. Rétturinn getur ekki verið einfaldari þar sem öllu er blandað saman í einn pott og soðið í 10 mínútur, hann er gífurlega fljótlegur í undirbúningi (10 mínútur) og er einn...
Gestabloggarinn Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Gestabloggarinn Steinlaug Högnadóttir í Víetnam
Ég held ég geti ekki verið mikið spenntari að kynna til leiks næsta matgæðing og gestabloggara, en það er hún Steinlaug Högnadóttir lögfræðinemi sem að þessu sinni fær þetta hlutverk. Hún gerir reyndar gott um betur og deilir með okkur matartengdri ferðasögu sinni um Víetnam sem hún ferðaðist um á síðasta ári. Steinlaug sendi mér fullt...
Rjómalagað kjúklinga pestó pasta
Ég hef áður komið með uppskrift að köldu pastasalati sem ég er vön að hafa í öllum veislum og slær alltaf í gegn. Nú kem ég með uppskrift að pastarétti sem kemur svo sannarlega með tærnar þar sem hitt salatið hefur hælana bæði hvað varðar einfaldleika og það hversu ótrúlega gott það er. Rjómalagað kjúklingapestó...
Pad thai með kjúklingi
Thailenskur matur og eldamennska býður uppá svo margt sem hentar okkar lífsstíl. Hann er yfirleitt fljótlegur, bragðgóður og hægt að stútfylla hann af grænmeti að eigin vali. Þessi Pad Thai réttur er snilldarréttur sem hentar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þó hráefnalistinn sé í lengra lagi látið það ekki stoppa ykkur því undirbúningstíminn undir 30 mínútum og...