Ég sat í gær svöng og borðaði ávaxtamauk frá dóttur minni, ógeðslega fúl yfir því að eiga ekkert sætt og gott til að borða. Dreymdi um að einhver kæmi með nýbakaða súkkulaðiköku með mjólk handa mér, en sá draumur rættist ekki!!! Hvað er það samt? Ákvað hinsvegar þá að gera eitthvað ótrúlega gott í eldhúsinu...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Hvítlaukshnútar með parmesan
Þegar ég er með súpu finnst mér ekkert betra en nýbakaðar brauðbollur með og þessir hvítlaukshnútar falla undir það sem ég kalla perfecto súpubrauð. Þessa gerði ég með stráknum mínum, frænda hans og vini og er ég viss um að þeir hafi orðið gáfaðari fyrir vikið. Það þarf nefninlega smá tækni við að mynda hnútinn...
Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk
Nei nú skulu þið halda ykkur..þessar eru roooooosalegar. Ég er að reyna að finna það út hvernig ég get lýst þeim nógsamlega þannig að þið skellið ykkur inn í eldhús og búið þessar ótrúlegu beyglubombur til. En ég get það ekki því orð eru einfaldlega lítilvæg í þessu samhengi. Treystið mér bara, fyrsti bitinn segir...
Gestabloggarinn Kári Gunnarsson
Þá er komið að því að setja gestabloggarann aftur í gang eftir gott jólafrí. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hversu vel tekið er í þennan hluta og hvað fólk eru tilbúið að taka þátt í því að gefa okkur hinum sína góðu uppskrift. Að mínu mati gefur þetta síðunni þetta auka “töts” og...
Gulrótarkaka með kókos & ananaskurli
Gulrótakaka, ójá við elskum hana öll og það ekki að ástæðulausu. Uppskriftin að þessari gulrótarköku er svo líka sérstaklega góð. Kakan er einstaklega mjúk og bragðgóð og kókosinn og ananaskurlið gera það að verkum að hún er jafnframt fersk á bragðið. Svo er kremið svo sjúklega gott að það er auðveldlega hægt að tvöfalda uppskriftina...
Dökkar súkkulaðiskífur með þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fræjum
Þessi dásemdar uppskrift kemur úr bókinni happ happ húrra en höfundar hennar eru stofnandi veitingastaðarins Happ, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Erna Sverrisdóttir. Í þessari bók eru margar vinsælustu uppskriftir Happ, uppskriftir að hollum, ljúffengum og næringarríkum mat sem allir geta útbúið. Ég keypti mér hana á nýju ári og trúi ekki að ég hafi...
Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið
Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Snilldin við bananabrauð er að því eldri og ljótari sem bananarnir eru því betri eru þeir fyrir...
Tómata & basilsúpa
Það er fátt dásamlegra en góð súpa. Súpur ylja og gleðja á köldum vetrardögum og skilja mann eftir sælan, sáttan og passlega saddan. Þegar ég er með fjölmennar veislur geri ég oftar en ekki súpu af einhverri gerð. Ég gerði þessa tómata og basilsúpu um daginn og bar fram með þessu einfalda brauði sem alltaf...
Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina...
Stökkir súkkulaði & karamellubitar
Ég efast um að ég geti verið mikið spenntari yfir því að láta inn uppskrift eins og ég er núna. Ég er gjörsamlega að missa mig því þessir bitar eru R.O.S.A.L.E.G.I.R! Karamellan er snilld, hún inniheldur ekki hreinan sykur, er ótrúlega einföld og mun hollari en þessi karamella sem við þekkjum best. Nú heyri ég...
Himnesk humarpitsa
Eru þið tilbúin fyrir eina af bestu pitsu sem þið hafið á ævinni bragðað? Þessi humarpitsa er algjörlega himnesk og fékk hæstu einkunn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Það tekur stutta stund að útbúa hana, hún er einföld og öll hráefnin passa einstaklega vel saman. Þið getið keypt tilbúinn botn ef þið viljið flýta enn frekar fyrir,...
Heimagert og hollt kókosnammi
Dökkt súkkulaði, kókos og enginn hvítur sykur!!! Ef þú elskar súkkulaði og kókos þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þessi kemur úr uppskriftarflokki hráfæðisins og er hreint delissíjús. Það er sífellt að aukast hjá mér baksturinn úr þessum flokki og ótrúlega margar spennandi uppskriftir sem þaðan koma. Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum fyrir...
Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk
Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna! Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...
Ómótstæðileg peacan pie
Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið. Ég vona...
Girnilegt grænmetis lasagna
Var ég búin að segja ykkur að ég elska grænmeti? Allir þessir litir, form, lögun og öll þessi mismunandi brögð. Ég er ekki grænmetisæta, en ég sæki klárlega mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er ýmiskonar grænmeti. Lasagna er réttur sem maður fær aldrei nóg af og á alltaf vel við og hentar bæði...