Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Recipe Category: <span>30 mínútna réttir</span>
Mínútusteik á asískan máta
Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra....
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa
Þessi réttur er einfaldur í gerð og hreint út sagt ótrúlega bragðgóður. Nautakjötið er hér góð tilbreyting frá kjúklinginum sem oft tíðkast með tortillum og ananas-jalapenossalsan setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið. Frábær réttur sem kætir bragðlaukana og er tilvalinn í skemmtilegt matarboð! Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa Fyrir 4 800 g nautakjöt 12...
Fiskur með ómótstæðilegu hvítlaukssmjöri
Hollur og góður fiskréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð en gælir við bragðlaukana líkt og kokkurinn hafi verið marga daga í eldhúsinu. Vekur lukku og á sérstaklega vel við nú þegar að sólin er farin að skína. Gott er að opna eina vel kælda hvítvín með þessum rétti sé stemmning fyrir því...
Parmesan ýsa uppáhald allra
Maður á aldrei nógu mikið af uppskriftum sem sýna aðrar leiðir til að elda ýsu en gömlu soðninguna. Hér er ein sem notar ofngrillið og parmesan-smjör sem borið er á fiskinn undir lok eldamennskunnar. Hráefnin í parmesan smjörinu eru sérstaklega viðkvæm fyrir ofeldun og bruna þannig að fylgist vel með fiskinum þessar síðustu mínútur. Ef...
Kung pao kjúklingur
Hér er á ferðinni bragðmikill kjúklingur sem á rætur sínar að rekja til Kína. Snilldin við þennan rétt er að hægt er að leika sér með hráefnin að vild og nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum. Endilega smakkið sósuna vel til og bætið chillí maukinu saman smátt og smátt þannig að styrkleiki sósunnar...
Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu
Það er óhætt að segja að maturinn sem sumarið kemur með sé í miklu uppáhaldi, enda spilar litríkt grænmeti og ávextir þar stórt hlutverk, þannig að úr verður matur sem sér algjörlega um að skreyta sig sjálfur. Kjúklingasalöt skipa stóran sess í sumarmat fjölskyldunnar enda bæði einföld í gerð, létt í maga, bragðgóð og full...
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Einfaldur rósmarínkjúklingur í parmaskinku
Þó svo að vorið sé ekki komið til okkar að þá má engu að síður þykjast. Hér er á ferðinni léttur og ljúffengur réttur sem færir okkur að minnsta kosti sól í hjarta. Nýja uppáhaldið mitt eru kjúklingalæri sem eru ljúf tilbreyting frá kjúklingabringunum en þau eru oft mýkri og safaríkari. Í þessari uppskrift notaði...
Ítölsk tortellini tómatsúpa
Ef það er einhver tímann rétti tíminn fyrir heita súpu að þá myndi ég halda að það væri núna en þegar þessi færsla er skrifuð er úti hin klassíska blanda af rigningu og roki. Ég rakst á þessa ítölsku tortellinisúpu á Food.com og leist svo vel á að ég ákvað að prufa. Hér er á...
“Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu
Enn eitt átakið í því að borða fisk oftar er hafið. Í raun skil ég ekki af hverju fiskur er ekki á borðum hjá okkur 4-5 sinnum í viku í einhverri mynd, svo góður er hann…þar að segja sé uppskriftin góð. Þessi uppskrift sem ég gef ykkur hér er ótrúleg og fékk fullt stig húsa...
Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld
Gestabloggararnir koma nú hver á fætur öðrum með sína snilldaruppskrift. Hér er á ferðinni sjúklega girnileg uppskrift af laxi með rjómaosti og hnetukurli sem einfaldur og fljótlegur í gerð og allir ættu að ráða við. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga hjónin Tinna Guðjónsdóttir og Gunnar Gíslason en þau eyða ófáum stundum í eldhúsinu sem er...
Thai kjúklingapítsa með heimagerðri sataysósu
Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...