Hvað er hægt að segja? Þarf að segja eitthvað? Þessi stendur bara alltaf fyrir sínu og svo miklu meira en það! Þið getið gert ykkar eigin bernaise, en ég er búin að finna þá bestu og hún fæst á Hamborgarabúllunni hana mun ég aldrei toppa. Því fer ég bara þangað og kaupi hana og nýt...
Recipe Category: <span>30 mínútna réttir</span>
Skötuselur með mangósalsa
Fallega litríkur og bragðgóður réttur Fiskur er ekki bara fiskur. Góður fiskur getur verið hinn besti veislumatur sé hann eldaður rétt og á skemmtilegan hátt. Hugmyndirnar eru margar og ég hvet ykkur til að prufa ykkur áfram og gera nýja og spennandi rétti sem innihalda fisk. Þessi réttur er frábær á bragðið, eitthvað sem hentar...
Crepes með sinnepssósu
Litríkt og hollt Crepes Crepes er frábær sem kvöldmatur, hollur og bragðgóður. Eftir að búið er að gera pönnukökurnar er hann fljótgerður, en ef þið eruð í tímaþröng er hægt að nota tortillur í staðinn fyrir pönnukökurnar. Crepes (fyrir 4-5) 1 bolli hveiti (eða spelt) 1 tsk lyftiduft 2 egg 1 bolli mjólk 1/4 tsk salt 2 msk...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinselju
Fljótlegur & frábær smáréttur Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel...
Sumarleg salatpitsa
Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur. Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...
Þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki & kryddjurtasósu
Þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og kryddjurtasósu Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur. Þessi uppskriftarbók er frábær, uppskriftirnar eru bragðgóðar, einfaldar í framkvæmd, hollar og girnilegar og allir fjölskyldumeðlimirnir eru jafn hrifnir af matnum sem við matreiðum. Ég get endalaust dásamað þessa bók og hvet ykkur til að kaupa hana ef þið eruð ekki...