Nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift af múslí sælgætisbitum með hnetusmjöri og sykurpúðum sem eins og nafnið bendir til eru hættulega góðir. Ekki vera ein heima með þessum! Múslí sælgætisbitar 250 g súkkulaðihafrakex 200 g smjör, skiptist niður 100 g hnetusmjör 150 g síróp 50 g sykur 40 g sykurpúðar 250 g Kellogg’s...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Vegan brownie með kókos, döðlum, chia og gojiberjum
Það er svo dásamlegt að gæða sér á góðri súkkulaðiköku og enn betra ef hún inniheldur góða næringu sem veitir okkur vellíðan – bæði á líkama og sál. Þessi dásamlega brownie kemur frá Monique sem heldur úti síðunni Ambitious Kitchen. Þar má finna margt gómsætt og girnilegt og ég kolféll fyrir þessari uppskrift sem ég...
Ofureinföld eplakaka með stökkum múslímulningi
Hvað er betra en nýbökuð ylvolg eplakaka með ís og..já ég sagði OG rjóma. Þessi uppskrift er ofureinföld í gerð og bragðast hreint út sagt dásamlega. Kanillegin epli með karmellukeim og stökkum múslímulningi sem setur punktinn yfir i-ið í þessari frábæru uppskrift. Bakið – borðið og njótið! Frábær eplakaka og svo ofureinföld Eplakaka...
Trylltir Rice Krispies súkkulaði hafraklattar
Hvað get ég sagt annað en – þessa Rice Krispies súkkulaði hafraklatta verðið þið hreinlega að gera. Trylltir! Er til eitthvað gómsætara??? Rice Krispies súkkulaði hafraklattar 14-16 klattar Klattar 6 dl haframjöl 200 g smjör, brætt 2 dl sykur 1 1/2 msk vanillusykur 2 msk kakó 3 msk kaffi 1 msk rjómi Rice...
Eftirréttardraumur
Þessi eftirréttur sem er svona mitt á milli þess að vera ostakaka og búðingur með amaretto jarðaberjum á vel við í dag á degi elskenda. Yndislega einfaldur, ferskur og svo bragðgóður. Í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Njótið! Draumur einn! Eftirréttadraumur Fyrir 4 250 g mascarpone ostur 250 g Philadelphia rjómaostur 1 dl...
Hin fullkomna kaka fyrir kvöldkaffið
Er það bara ég eða eru fleiri með sjúklega nostalgíu fyrir kvöldkaffi. Eitthvað nýbakað, sem ilmar dásamlega, kannski smá óhollt, rétt áður en þú ferð að bursta tennurnar. Þessi vanillukaka með kanilfyllingu inniheldur sýrðan rjóma sem kemur í veg fyrir að hún verði þurr ein og margar kökur af svipuðum toga. Þessi er svvvooo mjúk,...
Einföld og ómótstæðileg eplakökuvefja
Ég er svo spennt að kynna ykkur fyrir þessum dásamlega eftirrétti. Ég fjallaði um hann á Instastory í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa – lesendur voru jafn spenntir og ég. Þeir sem horfðu á matreiðsluþáttinn Ilmurinn úr eldhúsinu sem voru sýndir á sjónvarpi Símans fyrir jól muna eflaust eftir humarvefjunum sem ég...
Allra besta hráfæðikakan – tilbúin á 15 mínútum!
Ég er mjög spennt að deila þessari góðu súkkulaðiköku með ykkur. Hún er ótrúlega einföld í gerð og svo ótrúlega góð. Þessi kaka er svo góð að ég segi án þess að hika að hún sé sú allra besta sem ég hef bragðað. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst! Nei sko –...
Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi
Yotam Ottolenghi tekst alltaf að koma með uppskriftir sem heilla og í matreiðslubók sinni SWEET sem hann gerði í samvinnu við Helen Goh kemur hann með uppskrift að því sem þau kalla Heimsins besta súkkulaðikaka! Reyndar hefði hún allt eins geta verið kölluð heimsins einfaldasta súkkulaðikaka en bæði á vel við. Þessi er algjörlega ómótstæðileg. Það...
Hollar karamellu kókoskúlur gestabloggarans sem er með brennandi áhuga á heilsu
Næsti matarbloggari heitir Jóhanna S. Hannesdóttir er þjóðfræðingur, rófnabóndi, blaðamaður og höfundur bókarinnar “100 heilsuráð til langlífis”. Hún er með með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu móður jörðu og andlegum málefnum. Ég rakst á þessa ótrúlega girnilegu uppskrift af þessum girnilegum nammibitum á Sunnlenska og Jóhanna var svo almenninleg að leyfa mér að...
Heimsins besta Tiramisu og dásamlegt Sjöstrand kaffi
Kaffiunnendur geta nú glaðst, og ég gleðst mikið, því það er komin frábær nýjung í íslensku kaffiflóruna. Margir þekkja Sjöstrand eflaust nú þegar en espressovélin þeirra er tímalaus og falleg sænsk hönnun, úr ryðfríu stáli með glansandi áferð. Sjöstrand var stofnað á Ingarö í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þrátt fyrir að vörurnar seljast nú út um allan heim...
Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði
Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin. Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum...
Besti jólaísinn með Toblerone súkkulaði og piparkökukurli
Ég hef tekið eftir því að margir halda að það sé mikið mál að útbúa ís, en svo er þó alls ekki eins og kemur berlega í ljós í þessari ofureinföldu og fljótlegu uppskrift. Ég held að í heildina hafi tekið um 10 mínútur að útbúa þessa uppskrift sem veldur ávallt mikla lukku. Hér er...
Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn
Ilmurinn úr eldhúsinu eru nýjir jólaþættir sem voru gerðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir sem unnir voru af SKOT production eru fjórir og í hverjum þætti elda matgæðingar sinn uppáhalds jólamat og segja frá sínum matarhefðum. Matgæðingarnir eru Ragnar Freyr, Læknirinn í eldhúsinu, Jói Fel, Hrefna Sætran og undirrituð fyrir hönd GRGS. Þættirnir eru hinir glæsilegustu...
Lúxus Twix hafraklattar
Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum
Þá er komið að notalegasta mánuði ársins, að mínu mati, og loks orðið fullkomlega löglegt að missa sig í smá jólastemmningu. Ég elska þennan árstíma og nýt hans i botn. Undanfarið hefur verið töluvert mikið í gangi með útgáfu nýju matreiðslubókar minnar GulurRauðurGrænn&salt, flutningar á nýtt og dásamlega heimili, ásamt öllu þessu sem maður sinnir...
Besta laufabrauðið hennar Bjarnveigar
Mikið sem ég hef saknað þess að fá til okkar gestabloggara – það er svo gaman að fá uppskriftir frá lesendum. Verið ófeimin að senda mér línu ef þið lumið á einhverju dásamlegu. Ég hef svo gaman af því að skoða matarblogg, eins og gefur að skilja og dáist að því hvað margir eru duglegir...
Hollu brauðbollurnar sem allir elska
Nýbakaða brauðbollur – já það er eitthvað alveg dásamlegt við að gæða sér á þeim og sérstaklega þegar það er kalt úti. Ég læt alltaf vel af smjöri og osti og læt það bráðna örlítið á volgri bollunni áður en ég tek fyrsta bitann. Ekki er verra að hafa heitt kakó með. Þessar bollur eru...