Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu
Recipe Category: <span>Indland</span>
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Geggjað grænmetis Korma
VÁ VÁ VÁ hvað þessi grænmetis Korma réttur er mikil snilld. Ég hef prufað þá marga góða en þessi er að mínu mati sá allra besti. Snilldin við þennan rétt er að hér er í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum og því gott til að koma í veg fyrir...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Tandorri lambasalat
Þetta lambasalat er dásamlega litríkt, hollt og bragðgott og gefur góða næringu og kraft til að takast á við allt það sem hugurinn girnist. Það er gaman að nota lambakjötið í meira mæli og hér læt ég það liggja örstutt í jógúrtsósu sem gerir það svo mjúkt að það hreinlega bráðnar í munni. Salatið er...
Indverskur kjúklingaréttur á 15 mínútum
Helgarrétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem fær viðstadda til að stynja. Borinn fram með hrísgrjónum og fljótlegu naan brauði ásamt góðu víni og þið eruð komin með veislu án nokkurrar fyrirhafnar. Uppskriftina að fljótlega naan brauðinu góða mér finna hér. Njótið helgarinnar vel. Indverskur kasjúhnetukjúklingur 1 rauðlaukur 8-10 hvítlauksrif, söxuð...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Indversk kjúklingasúpa
Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...
Mangó raita
Þegar kemur að því að elda góðan mat er það oft meðlætið sem setur punktinn yfir i-ið. Með því að bjóða uppá spennandi meðlæti er oft hægt að hafa aðalréttinn sjálfan einfaldan og fljótlegan. Ein af uppáhalds léttu sósunum mínum hefur til lengri tíma verið raita með agúrku og hefur hún verið gerð margoft á þessu...
Hægeldað lambalæri með dukkah
Ég hef áður komið með færslu þar sem ég hef dásamað dukkah. Hvort sem þið kaupið það út í búð eða búið það til sjálf skiptir ekki öllu en það má endalaust leika sér með þetta og prufa með hinum ýmsum mat. Ég birti um daginn uppskrift að dukkah lax en nú ætla ég að koma...
Heimagerð Dukkah
Dukkah er egypsk kryddblanda sem saman stendur af hnetum, kryddum og fræjum. Algengast er að hún sé borin fram með brauði sem fyrst er dýft í olíu og síðan í kryddblönduna sem festist þá við brauðið. En möguleikarnir eru margir og einnig er hægt er að nota dukkah á kjöt, fisk, grænmeti o.s.frv. Dukkah færir...
- 1
- 2